Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1999, Side 30

Frjáls verslun - 01.11.1999, Side 30
AUGLÝSINGAR Surnar auglýsingar vekja meiri athygli en aðrar - og sum andlit í auglýsingum eru minnisstœðari en / önnur. A árinu brá mörgum eftirminnilegum and- litumfyrir í auglýsingum. Við birtum hér nokkur þeirra til að rijja upp auglýsingaárið 1999. Efdr Vigdísi Stefánsdóttur En eiga andlit að vera þekkt eða ekki? Þac skoðanir um það hvort þekkt fólk er til góð um eða ekki. Sumir hönnuðir telja alls ek nota andlit sem allir þekkja, það orsaki einfak muni eftir viðkomandi persónu en ekki því sen auglýsa. Til eru þeir sem verða frægir af því leika í auglýsingum og sjálfsagt er eitt besta dæmið um það dönsku bjórgæjarnir, Soren og Ties sem Gott fólk gerði fræga með Thule auglýsingunum. Máttur fjöldans Oftast er um að ræða einn þekktan aðila í hverri auglýsingu en stundum eru mörg andlit notuð og þá helst í kynningar- eða styrktarskyni við eitt eða annað. Ein þekktasta auglýsing seinni tíma af því taginu er vafalítið auglýsing Mjólkursamsölunnar, ís- lenska er okkar mál, sem Hvíta húsið hannaði árið 1997. Þar komu fram hvorki fleiri né færri en 600 andlit þekktra persóna sem látin voru mynda andlit Jóns Sigurðs- sonar, manns árþúsundsins, hugsanlega er það heimsmet, að minnsta kosti ef miðað er við höfðatölu. Þess má geta til gam- ans að nöfn allra þáttakenda eru á bakhlið plakatsins sem gert var og þegar þetta var unnið, þá var það gert handvirkt, þ.e. andlitunum var raðað eftir auganu því ekki var til forrit Þetta andlit merkir aðeins eitt; Rúbín kaffi- og Ties eru óþekktir í Danmörku, en „heimsfrœgir“ á íslandi. sem gerði það sjálfvirkt eins og nú er komið. Önnur þekkt auglýsing var unnin af Auk fyrir Tóbaks- varnarnefnd og þar koma fram þekktir einstaklingar sem segja sína skoðun á reykingum eða öllu heldur á móti reykingum. Undir sama merki, X reyklaus, hét önnur auglýsing í sömu herferð en hún var gerð í miðri kosningabaráttunni í vor og þar komu fram andstæðingar í pólitík sem sýndu að þeir gætu verið sammála um eitt mál; reykleysi. flftur til tortíðar Einnig þekkist að nota gamla kunningja, fólk sem frægt hefur orðið fyrir eitthvað eða gert garðinn frægan á árum áður. Gleðibankinn, auglýsing sem gerð var af Hvíta húsinu, byggir á þeirri hugmynd. Þar er Gleðibankans minnst, lagsins sem frægt varð 1986 og tók þátt í Söngvakeppni Evrópusjónvarpsstöðva en bankinn er nú raun- verulegur banki. Gleðibankinn er notaður sem bakgrunnur fyrir skilaboð um hátæknibanka dagsins í dag, netbanka íslandsbanka. Þau höfðu öll húmor fyrir þessu létta gríni. Pálmi Gunnarson, Helga Möller og Eiríkur Hauksson tóku fullan þátt í atriðinu, Gleðibankanum, og sami leikstjóri stýrði þessum þætti og upptökunni 1986, Egill Eðvarðsson. En hver eru andlit ársins 1999? Eftir samtöl við auglýsinga- stofurnar innan SÍA kom í ljós að óvenjulega lítið var notað af þekktum andlitum á þessu ári og sumar stofurnar höfðu not- að afar fá andlit. Sjálfsagt er það einber tilviljun en þó má sjá nokkur þekkt andlit á myndunum og kannski tengja þau á einn eða annan veg við vörurnar eða þjónustuna sem auglýst er. Að minnsta kosti er erfitt að hugsa um Tal án þess að sjá þá Tvíhöfða menn fyrir sér eða Stein Ármann Magnússon þegar SS-pylsur ber á góma. 33 30

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.