Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1999, Side 39

Frjáls verslun - 01.11.1999, Side 39
UM ÁRflMÓT Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri Landssímans: Tækifæri og tíðindi blasa við Arið hefur einkennst af afar stórfelldum framförum í hvers kyns sam skiptataekni, samtvinnun upplýsingakerfa og fjarskipta og vaxandi þýðingu þráðlausra samskipta. Mjög öflug og lifandi samkeppni er á þessum markaði sem leitt hefur tíl lækkandi einingaverða en aukins um- fangs. Fjarskiptamarkaðurinn og upplýsingatæknin tvinnast mjög saman og það hefur verið mjög heilbrigður vöxtur á þessum sviðum. Islending- ar taka flestum þjóðum belur við tækninýjungum, sem m.a. sést af því að Islendingar virðast nota Netíð allra þjóða mest og eru nú komnir í 3. sætí á eftír Finnum og Svium í notkun á farsímum," segir Þórarinn V. Þórar- insson sem á árinu hættí sem framkvæmdastjóri VSÍ og tók við starfi for- stjóra Landssímans. „Eg sé fyrir mér enn vaxandi samkeppni á næsta ári, lækkandi einingaverð, aukið umfang í flarskiptaþjónustunni og íjölbreyttari eignatengsl fyrirtækja í greininni. Það verður vaxandi eftírspurn eftír öflugum gagnaflutningsleiðum og Netíð mun fá mun meiri þýðingu í viðskiptalífinu almennt. Tengsl Netsins og GSM símans með auknum möguleikum til gagnaflutnings mun einnig setja mark sitt á þróun markaðarins. Það er vaxandi eftírspurn eftír heildarlausnum á þessum stóra markaði og ég get séð fyrir mér að oftar komi fleiri fyrirtæki að því að veita slíkar lausnir, bæði heimilum og fyirtækjum. Þetta verður afar lifandi markað- ur og enginn skortur á tækifærum eða tíðindum.“ HD Ráðgjafar internetþjónustu Skímu bjóða Dér fjölbreyttar lausnir í síbreytilegum neimi fjarskipta og upplýsingamiSlunar. Tengingar fyrirtækja viS InternetiS Símtals- og gagnaflutningur um IP-net RáSgjöf í öryggismólum ÞráSlaus tenging viS InternetiS VefsmíSi Traust gagnamiSlun yfir InternetiS Verslunarkerfi á Internetinu Kerfi sem einfaldar viShald heimasí&na Isgátt Mi&heimar Vefstoía Skímu 1100 Óaýrari simtöl til útlanda 39

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.