Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1999, Page 45

Frjáls verslun - 01.11.1999, Page 45
„Ef um vœri að rœða stórgróðafyrirtæki með mikinn hagnað afrekstri þá gæti ég skilið að samkeþpnisyfirvöld hefðu áhyggjur, en þessi rekstur hefur alltaf verið erfiður. “ undir. Við reiknum með því að á næsta ári verði reksturinn kominn með hagnað. Það er fullt af sóknarfærum á þessum markaði. Hagur okkar hefur vaxið á er- lendum ferðamannamarkaði. Þar eru kannski mestu vaxtarmöguleikarnir. Ferðamönnum hefur fjölgað mikið síð- ustu tíu ár en hlutdeild innanlandsflugs- ins í þeirri fjölgun hefur verið mjög litíL Við erum með frábæran hóp starfs- manna, andinn er góður og það ríkir þjartsýni um íramtíðina." Af framansögðu má ráða að haldið hafi verið af krafti utan um stjórnar- taumana í Flugfélagi Islands þetta árið. Jón Karl segir að vandamál fyrirtækisins hafi alltaf verið vandamál með „stóru vaffi“ þar sem menn hafi alltaf reynt að skera niður kostnað, hagræða í rekstri og fleira slíkt. „En við skilgreindum vanda fyrirtækisins upp á nýtt. Við litum fyrst og fremst á vandamál fyrirtækisins sem tekjuvandamál. Allir starfsmenn fyr- irtækisins eru mjög meðvitaðir um þetta og við tökum öll þátt i því að auka tekj- urnar og það gengur mjög vel.“ Tap af rekstrinum! „í fyrra var tap af rekstrinum sem nam tæpum 300 milljónum króna. Við verðum með helmingi betri rekstur í ár þó að við rekum fyrirtækið enn með tapi. Við erum alls staðar að bæta við, fjölga farþegum og hagræða í rekstri; reka fyrirtækið með meiri hag- kvæmni, til dæmis með því að fara yfir í færri flugvélategundir." Hvernig spáirðu að framtíðin verði almennt í innanlandsflugi? „Samkeppnin heldur áfram. Hér verða nokkur flugfélög og við verðum eitt þeirra. Þessi markaður er vaxandi og öflugur samkeppnismarkaður og ég hef trú á því að hann vaxi áfram. Það er ekkert sem segir annað en að við get- um búist við fimm til tíu prósenta vexti á ári til næstu 10 ára, jafnvel meira. Það er ljóst að við verðum að snúa við rekstrinum þannig að hann fari að skapa fé, skila þriggja til fimm prósenta arði.“ Hvenær verður Flugfélag Islands komið á verðbréfamarkað? „Árið 2001 verður rekstur fyrirtækisins vonandi orðinn þannig að það sé hægt að fara að hugsa um að koma fyrirtækinu á verð- bréfamarkað." S3 45 YDDA/SÍA

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.