Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1999, Qupperneq 48

Frjáls verslun - 01.11.1999, Qupperneq 48
FJÁRMÁL Peningaparadís á Guernsey? Landsbankinn og Landsbréfhafa í sameiningu stofnað dótturfyrir- tœki á Guernsey, eyju á Ermarsundi. Þar eru 76 erlendir bankar og um 380 verðbréfasjóðir! Eftir Vigdísi Stefánsdóttur Landsbankinn og Landsbréf hafa í sameiningu stofnað dótturfyrirtæki á Guernsey, eyju á Ermarsundi, og inn- an þess félags sett upp verðbréfasjóð. Sá hefur hlotið nafnið Landsbanki PCC (Guernsey) ltd. og skiptist núna í þrjár deildir; Fortuna 1, 2 og 3. „Astæða þess að Guernsey var valin sem bækistöð fyr- ir sjóðina er meðal annars sú að þar ríkir mikil reynsla í rekstri fjármálafyrir- tækja,“ segir Sigurður Atli Jónsson, for- stjóri Landsbréfa. „Fjármálaeftirlit er mjög traust og bankaleynd afar rík. Samið var við HSBC bankann um að annast daglegan rekstur sjóðanna og dótturfélagsins. HSBC (Hongkong and Shanghai Banking Cor- poration) er ein stærsta fjármálasam- steypa heims. Reksturinn er mjög hag- kvæmur og við getum veitt viðskiptavin- um okkar víðtæka þjónustu í gegnum dótturfyrirtæki okkar í Guernsey. Við fórum af stað með skipulögðum hætti og vissum hvert við vildum stefna. Fortuna sjóðirnir eru sjóðasjóðir (e. fúnd of funds) sem þýðir að í stað þess að sjóð- irnir fjárfesti í einstökum fyrirtækjum, ljárfesta þeir í öðrum verðbréfasjóðum." Vaxið um þrjá milljarða á ínnan við ári Sigurður Atli segir styrkleika Fortuna sjóðannna liggja í því að ráðstafa fjármun- um milli landsvæða og atvinnugreina og dreifa áhættunni á þann hátt. „Við höfum valið að fjárfesta að mestu hjá fjórum al- þjóðlegum sjóðafyrirtækjum: Alliance Capital Management (ACM), Fidelity, HSBC Asset Management og Merrill Lynch Mercury. Við höfum um nokk- urra ára skeið haft umboð fyrir sjóða- stjórnunarfyrirtækið ACM sem rekur fjölda erlendra verðbréfasjóða sem við seljum áfram til okkar viðskiptavina. Fyr- irtæki sem starfa á þessum markaði eru með skrifstofur um allan heim og hafa að- gang að fyrirtækjum sem þeir kjósa að fjárfesta í. Við, sem erum að byrja að fikra okkur inn á þessa braut, teljum skynsamlegra að nýta okkur styrkleika þessara alþjóðlegu fyrirtækja i stað þess að fara strax út í beina samkeppni við þau. A Islandi er hins vegar fjárfest í sjóð- um Landsbréfa. Fortuna sjóðirnir eru þegar orðnir mikilvægur þáttur í fjárfest- ingum viðskiptavina okkar, einkum á sviði fjárvörslu og sérbankaþjónustu. Viðtökurnar hafa verið framar vonum, en sjóðirnir hafa á innan við einu ári vaxið í um 3 milljarða króna,“ segir Sigurður Atli. Fylgst með fjárfestingum .Aðferðafræð- in við að velja sjóðastjórnunarfýrirtæki °g fylgjast svo með því sem þau eru að gera er nokkuð þekkt fræðigrein innan fjármálafræðinnar og þá aðferðafræði erum við að nýta okkur. Kannað er hvar styrkur sjóðsstjóranna liggur, árangur þeirra er greindur og athugað hvort sjóðsstjórar fylgja eftír yfirlýstri fjárfest- ingastefnu. I þessu liggur sá virðisauki sem við, sem sjóðastjórnendur Fortuna sjóðanna, erum að koma til okkar fjár- festa. Við teljum okkur hafa nægjanlegan styrk í þeirri samkeppni sem fyrir er, en hún felst fyrst og fremst í því að greina upplýsingar, gera góðar áætlanir og spár. Þegar fram líða stundir munu íslenskir fjárfestar ekki síður leita tíl útlanda eftir góðum sjóðum og við þurfum að vera til- Nafnávöxtun 1.1. ‘99-1.12. 99 Fortunal: 26,2% Fortuna 2: 25,3% Fortuna 3: 42,9% Það kostar 2% af fjárfestingunni í upphafi að fjárfesta í Fortuna sjóðun- um. Lægsta fjárfesting er 100 þúsund krónur í fyrsta sinn og svo er hægt að bæta við að lágmarki 40 þúsund krónum eftir það. búnir tíl að veita jafngóða þjónustu og aðrir á alþjóðlegum markaði." Til að fylgjast sem best með fram- vindu sjóðanna voru þeir strax skráðir í alþjóðlegan samanburð hjá Standard & Poor's Micropal sem er stærsta matsfyr- irtæki í heimi fyrir verðbréfasjóði. Það metur um 40 þúsund sjóði um allan heim og skiptír þeim upp í flokka eftír starf- semi. Landsbankinn og Landsbréf fá þannig vikulegt yfirlit um stöðu sjóðanna gagnvart keppinautum og segir Sigurður Atli árangurinn hingað tíl hafa farið fram úr björtustu vonum. „Tímabilið er að vísu stutt, svo allra fyrirvara sé gætt, en við erum afskaplega ánægð með árangurinn og ljóst að Fortuna sjóðirnir eru með 48
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.