Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1999, Side 50

Frjáls verslun - 01.11.1999, Side 50
FJÁRMÁL Ævintýraheimur Efár Þröst Sigurjónsson viðskiptafræðing að fallast flestum hendur þegar þeir reyna að átta sig á gengi hlutabréfa í Net-fyrirtækjum i Bandaríkjunum. Fyrir flesta, og þar með talið reynda, fjárfesta er það ekki svo lítil ögrun að finna „rétt“ verð á þessum hlutabréfum. Til að búa lesend- ur undir það sem koma skal eru hér að neðan nefndar nokkrar staðreyndir sem sannfært geta flesta um þann ævintýra- heim sem fjárfestar í internet-fyrirtækj- um ganga um. Áhugaverðar staðreyndir $100 fjárfest- ing í S&P500 fyrirtækjunum í lok júlí mánaðar 1994 hefur orðið að $268 í september 1999 (arðgreiðslur endur- ijárfestar). Þessi sama $100 fjárfesting á sama tíma í Goldman Sachs internet- fyrirtækjunum hefur orðið að $1569 sem er um 6 sinnum meiri hækkun. í apríl 1999, þegar verð hlutabréfa internet-fyrirtækja var sem hæst, var markaðsverðmæti AOL (America On Line) um það bil $151 milljarður sem gerði það að 12. verðmætasta fyrirtæki Bandaríkjanna; verðmætara en Coca-Cola ($150 millj- arðar) og næstum þrisvar sinnum verð- mætara en GM ($56 milljarðar). Meðalávöxtun 40 stærstu internet- fyrirtækjanna árið 1998 var um 8,23% á mánuði, eða um það bil fimm sinnum hærri ávöxtun en 1,50% hækkun S&P500 vísitölunnar. Meðal-staðalfrá- vik sömu fyrirtækja var hins vegar 29,8% á mánuði, átta sinnum meiri en áhætta (the volatility) S&P500 vísitöl- unnar. Þegar theglobe.com fór á markað, 11. nóvember 1998, hækkaði gengi þess um 600% útgáfudaginn sjálfan. Eins og taflan hér að neðan sýnir hefur gengi sumra internet-fyrirtækja hækkað hreint ótrúlega fyrsta dag viðskipta. A fyrstu 7 mánuðum eftir að eBay fór á markað, 23. september 1998, hækkaði gengi hlutabréfa þess um 2,800%. Á árinu 1998 tífaldaðist verðmæti Þab fallast flestum hendur þeg- arþeir reyna ab átta sig á ótrú- lega háu gengi hlutabréfa í Net- fyrirtækjum vestanhajs. Hvern- ig á aó finna „rétt“ verð á þess- um hlutabréfum! hlutabréfa Amazon. Markaðsverðmæti fyrirtækisins í lok ársins 1998 var hærra en samanlagt verðmæti allra banda- rískra bókaverslana og fimm sinnum hærra en verðmæti Barnes & Noble, fyrirtækis með yfir 1.000 bókaverslanir. Eftirfarandi tafla sýnir nokkrar saman- burðartölur Amazon og Barnes & Noble. Taflan sýnir markaðsverðmæti Amazon í desember 1998, $11,1 millj- arð. I fyrstu viku apríl 1999, þegar verð- ið var sem hæst, hafði verðmætið hækk- að í $30 milljarða.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.