Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1999, Side 67

Frjáls verslun - 01.11.1999, Side 67
NÆRMYND Nafn: Margrét J ónsdóttir Starf: Eigandi átta tískuverslana undir heitunum Vero Moda, Jack & Jones og Only. Aldur: 65 ára. Fjölskylduhagir: Gift Árna Ingólfssyni kvensjúkdómalækni. Þau eiga íjögur börn; Ingólf, Jón, Mörtu og Helgu. Þær systur, Marta og Helga, reka verslanirnar með móður sinni. Foreldrar: Jón Lárusson, vélstjóri í Reykjavík, og kona hans, Marta Hannesdóttir frá Vestmannaeyjum. Áhugamál: Antíkhúsgöng og myndlist. Stíllinn: Að sögn kunningja Margrétar er hún mikið fyrir að hafa góða, heildstæða mynd af rekstrinum og er alltaf tilbúin að grípa inn í ef á þarf að halda. Hún er sérlega kraftmikil kona og helgar líf sitt algerlega starfinu. Hún gætir þess að eiga góð samskipti við allt starfsfólk sitt. Hún er sögð mjög ákveðin og ætlast til þess að allir leggi sitt af mörkum. Hún lætur sér ekki nægja að vinna virka daga, helgarnar eru ekkert síður vinnudagar hjá Margréti. Hún er sögð þurfa að hafa alltaf eitthvað fyrir stafni, vera fljóthuga og einstaklega aðsópsmikil. Vinirnir: Vinahópur Margrétar einkennist mjög af fólki sem þau hjónin kynntust á námsárum Arna í Svíþjóð. Samtarfsfólk Margrétar er einnig í nánasta vinahópi hennar. Þar skulu nefndar Kristín Kjartansdóttir, Hjördís Hvanndal og Arndís Guðmundsdóttir sem unnið hafa lengi með Margréti að verslunarrekstrinum. Stefnan: Fataverslunum á hennar vegum hefur íjölgað ört á undanförnum árum en þó er þenslustefna ekki markmið. Margrét og fjölskylda hennar leggja áherslu á að byggja fyrirtækið upp á styrkum grunni. Það er enginn þrýstingur frá hálfu Bestseller fyrirtækisins að opna fleiri verslanir. Stefna þeirra er að hafa verslanir sínar á besta stað og þeim finnst heilladrýgra að bíða í einhvern tíma eftir góðum stað en að opna á þeim næstbesta. SO

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.