Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2000, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.03.2000, Blaðsíða 18
FORSÍÐUGREIN Fjórmenningarnir sem byggðu BePaid.com frágrunni. Frá vinstri: Sveinn Jónasson, Sigurpáll Jóhannsson, Ingvar Guðmundsson og Þorsteinn Már Þorsteinsson. Ingvar er sá sem fékk hugmyndina í upphafi og ákvað að hrinda henni í framkvæmd með aðstoð frœnda síns. Hann tók dræmt í hana og því gerði Ingvar ekkert í henni í tvo mánuði eða þar til hann var að ræða við írænda sinn, Svein Jónasson kerfisfræðing, í síma í fyrravor. Sveinn var óráðinn í því sem hann ætlaði að gera þá um sumarið en tók strax vel í hugmyndina og fékk félaga sína úr kerfisfræðinni, þá Þorstein Má Þorsteinsson og Sigurpál Jóhannsson, með til að skoða hana nánar. Hjólin fóru þá að snúast. I júlí var orðið greinilegt að þetta var framkvæmanleg viðskiptahugmynd svo að Ingvar hætti hjá Bakkavör og tók alfarið til starfa hjá BePaid.com. í 250. sæti yfir mest sóttu vefsíður í heimi Vefsíða BePaid.com var opnuð 29. nóvember síðastliðinn og var þá ætlunin að reyna fyrir sér á íslenskum markaði í tvo mánuði og færa síðan út kvíarnar erlendis ef vel til tækist. „Strax daginn eftir að við opnuðum vefsíðuna voru níu af hveijum tfu sem skráðu sig í grunninn frá Bandaríkjunum. Það kom okkur gríðarlega á óvart og þá ákváðum við að leggja ekki áhersluna á markaðinn hérna í bili. Allar tafir ergja notendurna. Þar sem meirihluti notenda var strax í upphafi frá Bandaríkjunum ákváð- um við að stefna þangað. Það hjálp- aði líka til að allur texti á síðunni var á ensku frá byrjun til einföldunar, ekki vegna þess að fyrirtækið stefndi á Bandaríkin strax. Allir íslendingar tala og skilja ensku og því tókum við þessa stefnu,“ segir Ingvar. Vefsíðan varð fljótlega svo vinsæl að hún mældist í 431. sætí yfir mest Nýjungar á döfinni Gríðarlegt fjármagn þarf tíl að hrinda hugmynd á borð við BePaid.com úr vör og byrjuðu Ingvar og Sveinn og fjölskyldur þeirra á því að leggja fé í fyrirtækið. Fjórmenningarnir voru einu starfsmenn fyrirtækisins fram í október á síðasta ári þegar tveir nýir komu tíl starfa og í desember bættust aðrir tveir í hópinn. Starfsmönnunum fjölgar stöðugt, þar á meðal er Björn Sveinbjörnsson, kennari úr kerfisfræðinni í Háskól- anum í Reykjavík. Jafnframt hefur Jón Briem, yfirlögfræðing- ur Islandsbanka, sem er fósturfaðir Sveins, fengið leyfi frá störfum í sex mánuði með möguleika á framlengingu tíl að taka þátt í uppbyggingu fyrirtækisins. Það er því margt sem hefur gerst á þessum skamma tíma frá því hugmyndin fædd- ist, hún er nú að komast á koppinn og gætí verið orðin að stórgróðafyrirtæki í næstu framtíð. Rétt er að bæta því við að frekari nýjungar eru á döfinni hjá fýrirtækinu sem ættu að renna enn styrkari stoðum undir fýrirtækið. Þetta byggir á tengingu á milli „on- line“ og „offline" markaðarins en ekkert meira er hægt að upplýsa um það á þessu stígi málsins. Lokuðu lilutafjárútboði BePaid.com hjá Kaupþingi lauk í byrjun mars og höfðu fjárfestar þá skráð sig fyrir um 1,1 milljarði króna. I boði var nýtt hlutafé í fýr- irtækinu að kaupverði íjórar millj- ónir dollara eða um 280-290 millj- ónir króna. Utboðsgengið var breytilegt, á bilinu 1,78 og 2,42, og seldist allt á hæsta genginu. „Það vildu greinilega flestír vera með, og ekki taka áhættuna af því að vera ekki með,“ segir Ingvar og er ánægður með niðurstöð- una því að umframeftírspurnin var fjórföld og það segir auð- Slóðin er: www.bepaid.com heimsóttu vefsiður í heimi í janúar og um miðjan mars var hún komin í 250. sæti yfir mest heim- sóttu síðurnar. Það er því greinilegt að hug- myndin hefur hitt þráðbeint í mark hjá Netverj- um. Þegar í lok mars höfðu 550 þúsund einstak- lingar skráð sig í gagnabanka BePaid.com og gerir Ingvar ráð fýrir að tvær milljónir manna verði komnir í bankann á þessu ári. Spurður að því hvort þar sé ekki um vanáætlun að ræða seg- ir hann: „Þetta er varkár áætlun. Eg gæti trúað því að þetta verði 3 tíl 3,5 milljónir manna ef ég er bjartsýnn. Við gætum vel starfað þó að þetta yrði bara nokkur hundruð þúsund manns en auðvitað verður auglýsingasalan hagstæðari eft- ir því sem hópurinn stækkar. I dag erum við með 1,9 milljónir heimsókna á síðuna okkar á mánuði í Bandaríkjunum, sem þýðir að við fáum þrjú prósent þeirra Bandaríkjamanna sem eru að vafra á Internetinu í heimsókn. Það er nokkuð gott hlutfall ef fyrirtæki ætlar að auglýsa til þessa markhóps. Við fáum 2,1 milljón heimsókna á mánuði í heildina en það er ótrúlega góður ár- angur. Eg trúi því varla enn í dag.“ 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.