Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2000, Blaðsíða 49

Frjáls verslun - 01.03.2000, Blaðsíða 49
VIÐTflL Það var fyrir rúmu ári, eða 31. mars að Tæknival tilkynnti að Árni Sigfússon hefði verið ráðinn framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Hans var að stokka spil- in upp á nýtt. „Uppstokkunin varð mun meiri en menn höfðu í fyrstu ætlað." um. Ég hef verið heppinn í báðum tilvikum en í raun eru hætturnar á að ekki takist að mynda rétta liðsheild meiri í stjórnmálum. Ég hef heldur aldrei verið Ijarri heimi viðskipt- anna. I gegnum störf mín hjá Stjórnunarfélagi íslands hef ég haft einstaka aðstöðu til að fylgjast með nýjungum í stjórnun og velja hingað til lands leiðtoga á þessu sviði sem mér hafa þótt athyglisverðir. í borgarpólitíkinni var ég stjórnarformað- ur margra ráða og stofnana þar sem ég lagði ríka áherslu á ár- angursstjórnun og er því nákunnugur þeirri hlið viðskipt- anna,“ segir Árni. Gagnger endurskoðun „Uppstokkunin varð mun meiri en menn höfðu í fyrstu ætlað. Þörf var á að taka starfsemina til gagngerrar endurskoðunar, staðsetningu okkar í upplýsinga- tækni jafnt sem stjórnskipulega uppbyggingu fyrirtækisins. í raun stendur ekkert óbreytt eftir. Þetta er að takast með sam- stilltu átaki yfirstjórnar fyrirtækisins og öflugrar liðsveitar. Fyrirtækið er fyrir vikið mun sneggra í öllum hreyfingum." Við endurskipulagningu hlutverks og starfa í fyrirtækinu komu skýrt í ljós tækifæri til að gera hlutina betur og auka framlegð á hvern starfsmann. Mestu starfsmannabreyting- arnar urðu þó við stofnun Ax hugbúnaðarhúss en þangað fóru 66 starfsmenn af hugbúnaðarsviði okkar. Þá hefur starfs- mönnum á öðrum sviðum fækkað um 40. Hjá Tæknivali starfar nú öflugur hópur í upplýsingatækni á tveimur mörkuðum, fyrirtækjamarkaði með 2/3 veltunnar og heimilismarkaði, BT, með 1/3 veltu. Mikilvægur þáttur breytinga okkar er áhersla á ríkari ábyrgð hvers markaðs á sínum verkefnum og þeirra starfsmanna sem þar starfa. Hverjum starfsmanni þarf að vera ljóst hver markmiðin eru um framlegð, kostnað á sviði birgðastöðu, viðskiptakröfur og ánægju viðskiptavinar. Að mínu mati er hér forsenda þess að okkur gangi vel til framtíðar og öll kennileiti benda til þess að við séum á réttri leið. Þetta þýðir einnig að starfsmenn eiga að fá hlut í þeim raunhagnaði sem skapaður er í fyrirtækinu og þau skref verða tekin á þessu ári.“ Jákvæðara Viðmót Tæknival seldi frá sér hugbúnaðardeild. Sumir segja að það hafi verið verðmætasta deild Tæknivals og sala hennar þvi misráðin. Er eitthvað til i því? „Það eru mörg tækifæri í upplýsingatækni, gerð eða aðlög- un hugbúnaðar er aðeins eitt af þeim. Eftir standa margar verðmætar einingar innan Tæknivals. Það er mikill misskiln- ingur að halda því fram að sama fyrirtækið þurfi að vera í öllu. Alitamál er hvort fyrirtæki sem leggur mikið upp úr samsetn- ingu á tæknilausnum í þágu fyrirtækja eigi að þrengja að sér með þvi að bjóða aðeins eigin hugbúnaðarlausnir. Þá var einnig mikilsvert í stöðunni að ná til baka nokkru af þeirri fjárfestingu sem þegar hafði verið lögð í hugbúnaðarverk- efni. Því var tekin ákvörðun á síðasta ári um að selja allan hlut okkar í Ax hugbúnaðarhúsi. Við höfum fundið fyrir miklu jákvæðara viðmóti annarra íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja eftir þessa ákvörðun þar sem við erum ekki bundnir á eigin klafa í þessum efiium. Hins vegar er Ax sterkt hugbúnaðarhús sem býður góðar lausnir og við munum örugglega eiga öflugt samstarf við það í fram- tíðinni. I þessu frelsi felast stóraukin tækifæri fyrir Tæknival. Við bjóðum val í tæknilausnum og hugbúnaði og stöndum þannig undir nafhi fyrirtækisins.“ Hætt starfsfólk „Þessar lausnir væru lítils virði ef ekki væri til hæft starfsfólk. A síðasta ári var lögð rík áhersla á mennt- un starfsmanna í fyrirtækjaþjónustu í samstarfi við erlenda samstarfsaðila eins og Cisco Systems og Microsoft. Þessi menntun er að skila sér á þessu ári, t.d. í útnefningu Tækni- vals sem eina fyrirtækisins hér á landi með Silver Parlner stöðu hjá Cisco. Við höfum Senior Partner stöðu hjá Microsoft og vorum fengnir til að stjórna þjónustusíma Microsoft vegna Windows 98 á íslensku, svo dæmi séu tekin. 1 dag er það styrkur okkar að hafa gríðarlega tækniþekk- ingu á þessum sviðum um leið og við erum umboðsaðilar fyr- ir Compaq og Fujitsu Siemens sem raða sér í tvö efstu sæti skila sér 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.