Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2000, Blaðsíða 56

Frjáls verslun - 01.03.2000, Blaðsíða 56
LÖGFRÆÐI Að deila við ríkið í skattamálum Hér verður drepið á nokkur atriði um réttarfar í skatta- málum og bent á ýmislegt sem betur má fara. Fjallað verður um yfirburðarstöðu skattyfir- valda í endurupptökumálum, en skattstjórar telja að þeim sé heimilt að endurupptaka mál, sem ómerkt hafa verið af yfir- skattanefnd vegna formlegra an- marka, sé málið ekki fyrnt. Kem- ur því sama ágreiningsefnið oft til kasta yfirskattanefndar. Draga má í efa að þessi ffamkvæmd standist grunnreglur stjórnsýslu- laga. Hvað kostar það fyrirtæki að „vinna“ mál sitt hjá skattyf- irvöldum, hvernig eru ofteknir skattar endurgreiddir? Hér verður staðhæft að réttarfarsreglur skattalaga beinlínis hindri aðgengi að dómstólum. Enginn kostur er að gera efni þessu tæmandi skil, en bent verður á atriði er verður að telja íþyngj- andi fyrir rekstraraðila og borgarana almennt í samskiptum við ríkisvaldið. Ekki fer á milli mála að úrbóta er þörf. Vextir á Oftekna Skatta Með hvaða hætti bætir ríkið fyrir- tæki það íjárhagslega tjón, sem af skattbreytingum hlýst, þeg- ar í ljós kemur að þær eru ólögmætar? Mikil réttarbót var tal- in felast í lögum nr. 29/1995 (112. gr. laga nr. 75/1981) þegar reglur voru lögfestar um að ofgreiddir skattar skyldu endur- greiddir með vöxtum, enda var verið að taka af öll tvímæli um að réttur þessi væri nú fyrir hendi. A meðan á málarekstri stendur hjá skattyfirvöldum áskilur ríkið sér að þurfa ekki að greiða dráttarvexti ef endurupptökumál skattstjóra á hendur fyrirtæki er ómerkt eða fellt úr gildi hjá yfirskattanefnd. Rík- ið á í þessum tilvikum að greiða vexti jafnháa hæstu vöxtum óbundinna sparireikninga á hverjum tíma. Ef yfirskattanefnd úrskurðar ekki innan lögboðins frests, nú sex mánuðum eftir að gagnaöflun er lokið, þar með talin kröfúgerð ríkiskatt- stjóra í málinu, skal greiða dráttarvexti frá þeim tíma er hún átti að hafa úrskurðað í málinu. Fari nefndin fram úr þeim ffesti t.d. í 1-2 mánuði, ber ríkinu að greiða dráttarvexti þann tíma. Frá þeim tíma er úrskurður skattstjóra gengur í málinu líða oftar enn ekki eitt til tvö ár þar til málið er til lykta leitt hjá yfirskatta- nefnd. Ætíð má krefjast dráttarvaxta ef til endurgreiðslu kemur frá þeim tíma er dómsmál er höfðað. í þeim tilvikum þeg- ar mál fer áfram til dómstóla hefur yfir- skattanefnd staðfest úrskurð skattstjóra. Sú spurning vaknar, ef fyrirtæki vinnur málið fyrir dómstólum, hvort ríkið greiði auk dráttarvaxta umrædda innlánsvexti frá þeim tíma er krafan var gjaldkræf á skattstjórastigi, eða ekki. Það er a.m.k. al- veg ljóst að um dráttarvexti er ekki að ræða nema mál sé höfðað fyrir dómstólum eða að yfirskattanefnd fari fram úr lögboðnum fresti sínum og eru dráttarvextir eingöngu greiddir þann tíma sem nefndin fer fram úr frestinum. Dómstólaleiðin hlýtur að teljast fýsilegri kostur með hlið- sjón af lögunum um vexti af ofteknum sköttum en að kæra mál- ið til yfirskattanefndar, sér í lagi ef líkur eru taldar á því að mál verði ómerkt vegna t.d. annmarka í málsmeðferðinni. Sú leið er þó ekki opin um allar tegundir skatta, en ákveðin hindrun er í aðgengi að dómstólum eins og vikið verður að hér á eftir. Dómur í Hæstarétti Athyglisverður dómur féll í Hæstarétti í nóvember sl. um dráttarvexti og málskostnað í máli sem fyrir- tæki höfðaði vegna endurgreiðslu á ofteknum sköttum. Yfir- skattanefnd komst að þeirri niðurstöðu að skatturinn hefði verið ranglega á lagður og felldi virðisaukaskattsbreytingu úr gildi. Fyrirtækið krafðist dráttarvaxta og skaðabóta (máls- kostnaðar) vegna kostnaðar við málareksturinn en krafa skatt- yfirvalda nam fleiri tugum milljóna króna. Skattbreyting þessi átti sér stað fyrir gildistöku laganna um vexti á oftekna skatta og tóku nýju lögin því ekki til þessa. Eldri lög um vexti þóttu ekki, að mati Hæstaréttar, taka til þess þegar ofgreiðsla skatta er rakin til skattbreytinga að frumkvæði skattyfirvalda. Það er skemmst frá því að segja að Hæstiréttur féllst á að fyrirtækið Guðrún Helga Brynleijsdóttir lögmaður segir leikreglur fyrirtœkja og ríkis við málarekstur í skattamálum afar ójafn- ar ogþað halli mjög á fyrirtæki í þeim efnum. Sömu ágreiningsefnin komi oft til kasta yfirskattanefndar og kostnaður fyrirtækja við að„vinna“mál sín hjá skattyfirvöldum sé mikill. Eftir Guðrúnu Helgu Brynleifsdóttur Myndir: Geir Ólafsson Það er ekki ásættanlegt að sú skylda sá fyrir hendi að tæma kæruleiðir skattkerfsins áður en hægt er að bera skattalegt álitaefni undir dómstóla, sér í lagi þegar fyrir- fram er vitað að ekki er á valdsviði skattkerfisins að fjalla um ágreiningsefnið. 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.