Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2000, Blaðsíða 69

Frjáls verslun - 01.03.2000, Blaðsíða 69
Vínber að hausti, grænir akrar sem teygja sig svo langt sem augað eygir, kastalar og fornar rústir, götukaffihús og iðandi mannlíf. Allt þetta og miklu meira er að finna í Frakklandi. Landinu þar sem konurn- ar líta á það sem skyldu sína að líta vel út og karlarnir telja sjálfsagt að eiga að minnsta kosti eina hjákonu. Eða svo segir sagan þótt kannski séu einhveij- ar ýkjur þar. Það breytir því ekki að Frakkland býr yfir ijölbreyttri náttúru, margvíslegu mannlífi og frábærum mat og hvort sem ferðamaðurinn vill heimsækja París, borg ástarinnar, eða landsbyggðina er víst að hann hefur nóg að skoða. ParíS Við setjumst inn í flugvélina sem ber okkur til Parísíir á öruggum vængjum. Ferðin tekur um 3 klukkustundir og lent er á Charles de Gaulle flugvellinum. Þar tekur á móti okkur hlýtt og notalegt loft, hitastigið eru um 24 gráður, heldur heit- ara en á þeim stað sem við komum ffá. Vegabréfaskoðun og endurheimt farangurs gengur vel og áður en við vitum erum við í leigubíl á leið til hótelsins. Það er varúðarráðstöfun því franskan er ekki upp á það allra besta og öruggara að hafa ein- hvern sem ratar. Bílstjórinn gerir heiðarlega tilraun til að halda uppi samræðum á slitróttri ensku á milli þess sem hann veifar út öllum öngum og skammast út í aðra ökumenn sem að hans mati eru alls ófærir um að aka. Við höfum gaman af, enda ekki vön slíku lífi og fjöri í akstrinum. Eftir drykklanga stund kom- um við að hótelinu, gömlu húsi í miðborginni með máðu skilti. Bílstjórinn snarar sér út úr bílnum og farangurinn er settur á gangstéttina þar sem léttklæddir Parísarbúar streyma um á leið sinni á næsta kaffihús. Við göng- um inn í húsið, hringjum gamalli bjöllu sem er á af- greiðsluborðinu og fram kemur miðaldra kona með hvíta svuntu - eigandinn, kokkurinn og dyra- vörðurinn og sjálfsagt ýmislegt fleira. Hún kannast við okkur og vísar okkur til her- bergis á þriðju hæð. Þar eru svalir sem hægt er að sitja við lítið borð og njóta góða veðursins og horfa út ef vill. Dagurinn er rétt hálfnaður og ekki til setunn- ar boðið. París bíður. Kaffi 00 Croissant París er gömul borg. Svo göm- ul raunar að hún var til fyrir 1500 árum síðan og var þá þegar höfuðborg konungdæmisins. Margar gamlar og virðulegar byggingar skreyta borgina og gaman er að ganga um göturnar og skoða; draga djúpt að sér anda liðinna alda og lifa sig inn í fortíðina og það er einmitt það sem við gerum. Starjsmenn ferdaskrifstofunnar TERRA NOVA eru sérfrœðingar í Frakklandi - enda nokkrir þeirra franskir. Frakkland býryfirfjöl- breyttri náttúru, margvíslegu mann- lífi og frábærum mat. Töfrar Frakk- lands blasa við í nýjum og ítarlegum bæklingi frá TERRA NOVA. Eftir Vigdísi Stefánsdóttur Göngum út úr hótelinu, út á stein- lagða gangstétt og ákveðum að fara að dæmi hinna innfæddu og finna kaffi- hús. Þegar við komum fyrir horn erum við allt í einu á stórri umferðar- götu. Þar streyma bílarnir áfram eins og stórfljót og mannhafið færist eftir gangstéttunum á heldur minni hraða. Fallega klæddar konur, börn í stutt- buxum, og jafnvel berfætt í kerrun- um, með litlar kollhúfur til verndar gegn sólinni og litlar stúlkur í falleg- um kjólum, svona rétt eins og í bíó. Karlarnir þó heldur formlegar klædd- ir, margir hveijir. Sumir í jakkafötum, aðrir í skyrtum. Einstaka í bol eða stutterma skyrtu en það eru helstyngri mennirn- ir. Þetta er athyglisvert, en ekki það sem við vildum sjá svo við förum inn í næstu hliðargötu og göngum eftir Rue Mouffetard C,La Mouffe") sem er yndis- leg göngugata með matvörumarkaði neðst og verslunum og veitingastöðum ofar. Allar litiu hlið- argöturnar út frá henni hýsa litla skemmtilega veit- ingastaði sem bjóða upp á margvíslega rétti og við eigum í vandræðum með að velja á milli. Veljum að lokum einn og setjumst þar niður, úti auðvitað, og fáum okkur frábært kaffi og auðvitað croissant með. Annað er varla hægt í París. I kirkju Eftir kaffið er upplagt að fara í frekari skoðunarferðir. Við förum að Notre-Dame kirkj- unni sem er meistaraverk got- JMth. neskrar byggingarlistar °g drekkum í okkur söguna. Sjaum fýrir okkur hvernig Victor Hugo fann söguhetjur sínar þar og finnum trú-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.