Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2000, Blaðsíða 75

Frjáls verslun - 01.03.2000, Blaðsíða 75
Kampavíniö Bollinger. Til gam- ans má geta þess að það er hið op- inbera James Bond kampavín. vínshús" Kampavín Kampavín er gjarnan drukkið við hátíðleg tækifæri. Þetta skemmtilega vín á sér skemmtilega sögu. Fyrsta vínið varð nefnilega til fyr- ir tilviljun eins og svo margt annað. Hjá vínbónda var gerjun i gangi. Bara venjuleg vingerjun og allt eðlilegt að hann hélt. En svo snöggkólnaði og við það stoppaði gerjunin. Hann taldi gerilinn kominn í endanlegan dvala og tappaði víninu á flöskur eins og hann var vanur. Það dugði þó ekki til. Vínflöskurnar fóru að springa hver af annarri. Það sem gerst hafði var að ger- illinn hafði tekið við sér aftur þegar hlýnaði og haldið áfram að geija vínið. Flöskurnar voru ekki nógu sterkar og létu und- an. En vínið þótti gott og bónd- inn lærði af þessu, tappaði vín- inu einfaldlega á þykkari flöskur eftir það og það hefur verið gert allar götur síðan. Tappinn er líka öðruvísi í lag- inu en aðrir víntappar og þol- ir betur þrýstinginn sem verður við áframhaldandi gerjun. Eitt franskt „kampa- Bollinger, sem er gamalgróið fjölskyldulyrirtæki, lætur árgangskampa- vínið sitt þroskast í eik, eitt fárra fýrirtækja sem það gerir. Til gamans má geta þess að Bollinger kampavínið er hið opinbera James Bond kampa- vín, þ.e. vínið sem 007 skálar í við hátíðleg tækifæri. Hér fást að minnsta kosti tvö Bollinger vín, Special Cuvée og Grand Année 1990, en það er margverðlaunað vín, fékk meðal annars 95 stig af 100 mögulegum hjá Wine Specta- tor í október 1999. Sterltari IrönsK vin Af sterkum frönskum vínum nefnum við t.d. Otard Koníak (kr. 3.940/1.990.- í ÁTVR) og Henry Gerard Calvados (kr. 2.990,-íÁTVR). Ot- ard er kröftugt, en þó mjúkt og milt með nokkurri sætu og löngu eftirbragði. Ot- ard er Fine Champagne sem gæðalega er blanda af bestu svæð- unum í Cognac. Þar af leiðandi er ekki nauðsyn- legt að hylja gróft spírabragð með miklu kara- mellubragði sem þykir ekki ffnt. Til gamans má geta þess að nafnið Otard er komið af nafninu Ott- ar sem var höfðingji frá Voss í Noregi. Hann fór frá Henry Gerard Calvados er franskt eplabrennivín. Voss, sem var heimafjörður Ingólfs Arnar- sonar, á sama tíma og Ingólfur. Voru þeir frændur, bræður, mágar? Hvað ef Ottar hefði farið til Islands eins og Ingólfur? Værum við þá með heimsins besta Otard brennivín? Calvados er í mikilli sókn. Það er eplabrennivín og þykir gott eftir mat. Bæði Calvados og Koníak er notað í Frakklandi eftir stórar máltíðir til að bæta meltinguna. Frostið Skemmir Það þarf ekki mikið til að spilla heilum árgöngum af víni. Frost sem kemur of snemma, of mikill þurrkur eða of mikil rigning, allt hefur þetta áhrif. Þau árin sem lítil uppskera fæst hækkar verð á víninu, sérstaklega ef það sem fæst af þrúgum er gott. Stundum er kostur að vínberin frjósi. Úr þeim er búið til sér- Numero 1 fœst bæði í hvítu og stakt vín, frostvín, en það má rauöu 1ATVR. aðeins hafa verið frost eina nótt og berin tínd daginn eftir þannig að frostvínið verður alltaf í mjög litlu magni og þar af leiðandi dýrt og eftirsótt af mörgum. Bestu vínin geta kostað tugi þúsunda hver flaska og ekki íyrir óbreyttan almúgann að leyfa sér slík kaup. Hvað passar með hverju? Þetta er aldagömul spurning og lengi hefur verið hefð fyrir því að nota rauðvín með kjöti og hvítvín með fiski. Þó hefur þetta breyst nokkuð upp á síðkastið og æ oftar heyrir maður mælt með hvítvíni með til að mynda kjúklinga- eða kalkúnakjöti eða góðu, léttu rauðvíni með fiskréttum. Nú, eða kampavíni með öllum réttum. Ekki gleyma þeirri staðreynd að bragðskyn fólks er mismunandi og það sem einum þykir gott getur öðrum þótt vont - eða að minnsta kosti ekki gott. Þvi er nauðsynlegt íyrir hvern og einn að vera óhræddur að prófa sig áfram og velja og hafna. Sérfræðingar geta dæmt um lögun víns og tilbúning, en þeir geta á engan hátt ákveðið smekk annarra. Ein leið til að. sýna fram á hvernig maturinn hefur áhrif á bragð vínsins er að gera til- raun sem er fólgin í því að smakka hvítvín, bíla í sítrónusneið og smakka aftur á víninu og finna breytinguna. Vínið, sem kannski var þurrt áður, verður allt í einu sætt. Svipaða til- raun er hægt að gera með rauðvín. Þá er sneið af Camenbert velt upp úr svörtum pipar. Dreypt á vín- inu, bitið í ostinn og svo dreypt á víninu aftur.S!] Malesan er mest selda Bordeaux rauðvínið í Frakklandi. Otard Koníak. Otard er Fine Champagne sem gæða- lega er blanda afbestu svœðunum í Cognac. 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.