Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2000, Blaðsíða 78

Frjáls verslun - 01.03.2000, Blaðsíða 78
Gleraugu eru jaín stór hluti aí útliti fólks og fatnaðurinn nú til dags,“ segir Kjartan Kristjánsson, annar eigenda Gleraugnaverslunarinnar í Mjódd. „Þau fylgja tískunni eins og annað og Frakkar eru þar fremstir í flokki. Ekki bara hvað varðar útlit heldur einnig alla vinnu og frágang.“ Frakkland er eitt af aðal viðskipta- löndum Gleraugnaverslunarinnar í Mjódd, sem er ein fimm verslana Kjartans og félaga hans, Péturs Christiansen, en þeir eru báðir sjóntækjafræðingar. Hinar eru Gleraugnaverslun Keflavíkur, Gleraugnaverslun Suðurlands, gleraugnaverslun á svæði Varn- arliðsins í Keflavík og síðast, en ekki síst, Optical Studio Duty Free Store, sem staðsett er í Leifsstöð. Frakkland í fararbroddí „Þróunin hefur orðið sú varðandi optiskar vörur að Frakkland hefur tekið við af Þýskalandi sem var í fararbroddi. Nú er ávallt litið til Frakklands þegar um er að ræða gler, tæki eða umgjarðir og ein stærsta sýning í heimi fyr- ir gleraugnaiðnaðinn, SILMO, er haldin í Frakklandi árlega, en hún hefur unnið í samkeppninni við aðra sams konar sýningu sem haldin er í Þýskalandi," segir Kjartan. Eitt athyglisverðasta hönnunarfyrirtæki í gleraugnaheimin- um í dag heitir FACE á FACE og er franskt. Það er þekkt fyrir einstaklega fallega hönnun og formsköpun sem gerir að verk- um að jafnvel mjög lítil gler passa breiðum andlitum en Kjartan segir það talsvert áhugamál margra að minnka glerin sem mest svo þau skyggi ekki um of á andlitið og eins er það að ríkjandi stíll að hafa sjálf sjónglerin ekki eins og stóra skerma á andlit- inu. „FACE á FACE fullvinnur umgjarðirnar svo ekkert er skil- ið eftir,“ segir Kjartan og sýnir mismuninn á umgjörð frá FACE á FACE og annarri. „Ný gerð sjónglerja gerir notendum svokall- aðra margskiptra gleraugna (progressiv) einnig kleift að velja sér gleraugnaumgjörð með litlum gleijum en áður var það hönnun glersins sem takmarkaði slíkt." Plast eða málmur? Það þykir gott að nota málminn titanium í gleraugnaumgjarðir vegna þess hve léttur hann er. Stál var lengi vel notað eingöngu, og svo plast, en Kjartan segir plastið vera fremur óþægilegt efni í umgjörð ef eiga á gleraugun í mörg ár vegna þess hve plastið breytir sér þegar það eldist. Hins veg- ar sé það vinsælt að mörgu leyti og þá ekki síst hjá unga fólkinu sem sækist eftir því margbreytilega útliti sem plastið gefur möguleika á. „Hér einu sinni var alltaf sagt: „You have the French look“ þegar fólk var með plastumgjarðir því Frakk- ar voru, og eru, sérstaklega þekktir fyrir frumlegar plast- umgjarðir," segir Kjartan og brosir við. „Fólk virtist stundum eldra með þær og það hefur löngum þótt gott þegar maður er mjög ungur...“ FACE á FACE býður upp á sérlega fallega hönnun í plasti þótt þeirra aðal stolt sé lína af titianium umgjörðum.“ Gleraugnaverslunin í Mjódd hefur umboð jyrirþekkt merki í gleraugum. M.a. OAKLEY sólgleraugu og FACE á FACE sem eru frönsk hágœóagleraugu. Eftir Vigdísi Stefánsdóttur Myndir. Geir Ólafsson. Gleraugu í peningaskáp í búðinni í Mjódd vekur athygli læstur glerskáp- ur þar sem sjá má gleraugu af ýrnsu tagi; frumleg, skrítin og falleg í öllum regnbogans litum. Kjartan segir þetta vera gleraugu frá OAKLAY Europe sem hefur aðsetur í Frakklandi, en þau höfða mjög til sportiðkenda, öku- manna kappakstursbíla, snjóbretta- fólks og kylfmga svo eitthvað sé nefiit. „Frægustu kylfingar og For- múlu 1 ökumenn í heimi nota þessi gleraugu og eru OAKLEY sólgleraugu áberandi í nýrri kvikmynd Tom Cruise „Mission Impossible 2“ þar sem hann tekur þau varla niður.“ Afgreitt á 15 mínútum Kjartan segir það hafa vakið nokkra at- hygli þegar þeir auglýstu að hægt væri að fá gleraugu afgreidd á aðeins 15 mínútum. „Þetta er auðvitað einskonar bylting í þess- um geira þar sem hefðin hefur verið að koma með seðilinn og sækja svo gleraugun seinna,“ segir hann. „En öll algengustu sjóngler getum við afgreitt á 15 mínútum og það skiptir auðvitað sköpum í verslun eins og þeirri sem er í Fríhöfiiinni þar sem fólk stoppar kannski aðeins stutta stund en vill notfæra sér að versla við vægara verði. Þetta getum við gert með því að eiga mjög stóran lager af gleijum og hafa nýjustu tæki til staðar. Hins veg- ar þurfum við nokkra daga til að afgreiða flóknari gler, eins og gefúr að skilja." Það er að minnsta kosti ljóst að gler- augu fást í sam- ræmi við persónu- leika hvers og eins og að enginn þarf að eiga í neinum vand- ræðum með að finna umgjarðir við hæfi. jj ^ %* Kjartan Kristjánsson sjontækjafræðingur relair fintm (jleraugnaverslanír asamt Pétri Christiansen. hrayiskirmsm Kjartan Kristjánsson sjóntœkjafrœðingur í Gleraugnaversluninni í Mjódd: Frönsk tíska í gleraugum 78
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.