Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2000, Blaðsíða 84

Frjáls verslun - 01.03.2000, Blaðsíða 84
VIDTflL skoðun manna að einstakar heilbrigðisupplýsingar þjóðarinn- ar, einangrun hennar og svo þessi ótrúlegi ættfræðigrunnur gefi fyrirtækinu möguleika á því að ná vísindalegum árangri í sínu starfi. Fyrirtækið hefur skilgreint sjálft sig svo að það sé rannsóknafyrirtæki sem noti aðferðir erfðafræði og líftækni til að auka skilning á hlutverki erfðavísa og genaafurða í ýms- um heilbrigðisvandamálum og þá einkum krabbameini." - Er krabbamein óendanlegur rannsóknabrunnur? „Mér heyrist á kollegum mínum að svo sé. Það sem er einnig spennandi er hvað þetta kann að leiða af sér. Það kann að vera margt fleira í farvatninu, til dæmis geta sprottið upp alls konar tengd fýrirtæki. Það er alkunna að eitt leiðir annað af sér,“ svarar hann og segir þá fjórmenningana ekki hafa neinar áætlanir um annað en það að byggja upp UVS og gera það að öflugu líftæknifyrirtæki á sviði krabbameinsrann- sókna. Það sé verkefnið. Við höfum ákveðið markmið í þessu og vinnum að því, það er samstarfið við Krabbameinsfélagið, spítalana og vitaskuld læknana, sem er stór hópur.“ Tvær milljónir dollara voru boðnar út í Iceland Genomics Corp., móðurfélagi UVS, lýrir nokkrum mánuðum síðan og var sölugengið 4.0. Fyrirtækið fékk átta milljónir dollara, eða um 600 milljónir króna, út úr útboðinu. Heildarfjármögnun félagsins frá upphafi er því um 11 milljónir dollara og á sú fjár- hæð að duga til að fjármagna starfsemi UVS út næsta ár. Fyr- irtækið er nú í eigu stofnendanna fjögurra, Burðaráss, Ný- sköpunarsjóðs, Þróunarfélagsins og Uppsprettu, sem er sjóð- ur í eigu Kaupþings. Þá er Nesey, félag sem skráð er í eigu flölda einstaklinga og fýrirtækja í Lúxemborg, stór hluthafi. Bann er við viðskiptum með bréf í Iceland Genomics út árið 2001, samkvæmt samkomulagi hluthafa og stofnenda, svo að ekkert er hægt að segja um gengisþróun. Þó hefur kvisast út að einhver viðskipti í Nesey hafi átt sér stað á genginu 15 á gráa markaðnum. Úthald í tVÖ ar „Við teljum okkur komna ansi langt fýrir til- tölulega lítinn pening. Við erum að byggja upp fýrirtæki og erum komnir með grunninn fyrir aðeins eina milljón dollara eða 70 milljónir króna. Við erum komnir í rekstur, erum á Gengiö að nálgast 15,0? Bann er við viöskiptum með bráf í lceland Genomics út árið 2001, samkvæmt samkomulagi hluthafa og stofnenda, svo að ekkert er hægt að segja um gengis- þróun. Þó hefur kvisast út að einhver viðskipti í Nesey hafi átt sér stað á genginu 15 á gráa markaðnurn. Ekki samkeppni Við ÍE Eftir alla umræðuna síðustu misseri um Islenska erfðagreiningu, upplýst samþykki, gagnagrunn- inn og svo framvegis hljóta margir að velta fýrir sér muninum á UVS og IE. Gunnlaugur segir að starfsemi lýrirtækjanna tveggja skarist mjög lítið þó að þau séu sprottin upp úr sama jarðveginum og starfi i sömu grein, þau séu ekki í beinni sam- keppni nema þá helst um starfsfólk og árangur almennt í rannsóknum sínum. „Ég vil ekki tjá mig um starfsemi ís- lenskrar erfðagreiningar en þó er ljóst að Urður Verðandi Skuld virðist vera sérhæfðara fýrirtæki með mjög markvissa stefnu. Stefnan er sú að vera með framsækið og öflugt rann- sóknarfýrirtæki á sviði krabbameina. Islensk erfðagreining virðist hafa dreifðari áhugamál, samanber hinn miðlæga gagnagrunn." Afurðin skili hagnaði Hvað fjármögnun varðar þá er UVS fjár- magnað á sama hátt og flest önnur líftæknifýrirtæki, með því að safna hlutafé. Ahættufjárfestar leggja til fjármagn og eru til- búnir til þess að tapa peningum í einhvern tíma í von um að starfsemi fyrirtækjanna verði til þess að þróa og koma á fram- færi einhverri afurð, til dæmis upplýsingum, lyfjum, lækninga- aðferðum eða einkaleyfum og fari þá að skila hagnaði. Á Nas- daq markaðnum í Bandaríkjunum, þar sem hátæknifýrirtæk- in eru skráð, hefur gengi fýrirtækjanna stöðugt hækkað, jafn- vel þótt mörg þeirra hafi ekki skilað hagnaði árum saman, og sýnir það trú fjárfesta á þessum geira. „Markmiðið er þó vita- skuld það að ná sem fyrst vísindalegum árangri sem skili hlut- höfum ríkulegum arði af sinni fjárfestingu." ágætu skriði og höfum fjármagn til rekstrar í tvö ár. Þetta er hins vegar mjög fjárfrek starfsemi. Hún er fjárfrek til tækja- búnaðar, við erum með vaxandi fjölda starfsmanna og síðan erum við að hefja uppbyggingu á rannsóknaraðstöðu. Enn- fremur höfum við undirritað samning um kaup á skátahús- inu við Snorrabraut auk byggingarréttar. Sá samningur var undirritaður með fýrirvara um samþykki félagsfunda skát- anna. Sú eign, og þó einkum staðsetning hennar í nágrenni við Landsspítalann og Krabbameinsfélagið, hentar okkur einkar vel. Líklegt er að við förum út á markaðinn með nýtt útboð innan tveggja ára. Vonandi verður það góður árangur af okkar starfi næstu mánuðina að við getum tryggt okkur fjármagn til lengri tíma í nýju útboði,“ segir Gunnlaugur Sævar. - En er ekki gríðarleg samkeppni um það að finna lækningu við krabbameinum? „Það er náttúrulega fjöldi fyrirtækja í krabbameinsrann- sóknum en hvergi annars staðar í veröldinni eru þessar að- stæður sem eru hér á landi. ísland hefur nokkra sérstöðu hvað þetta varðar og þeir erlendu sérfræðingar, sem sitja í vísindaráði okkar, sem eru margir mjög frægir menn hver á sínu sviði vísinda, telja jafnvel að ísland geti tekið forystu hvað þetta varðar ef rétt sé á spilum haldið. Við höfum einmitt gætt þess mjög að leita ráða og álits og óska eftir gagnrýni frá erlendum jafnt sem innlendum sérfræðingum þannig að það hafa mjög margir komið að því að móta þessar framtíðaráætl- anir okkar." 33 84
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.