Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2000, Blaðsíða 87

Frjáls verslun - 01.03.2000, Blaðsíða 87
MENNINGARBORG nokkur ár og þar sem ég hefði mestan áhuga á kveðskap hefði ég smám saman verið að taka eft- ir því að í þessum kvæðahandrit- um væri mikið af nótum og ef þær væru ekki til staðar, þá væru lag- boðar, líkt og í sálmabókum okkar enn í dag. Mér kæmu því sálma- og kvæðahandritin fyrir sjónir sem söngbækur.“ Leitað að nótum Farið var að skoða málið nánar og mynd- aður hópur um verkefnið. Ur varð að Skálholt tók að sér að leita eftir íjármögnun til þess verkefnis að fara í gegnum öll íslensk handrit og leita uppi allar nótur sem þar væru jafn- ffamt því að skrifa upp alla þá sálma og kvæði sem væri að finna við nóturnar. „Fyrsta verkefni okkar var að gera okkur grein fyrir því að þetta verk hefði ekki verið unnið áður á þennan hátt en Bjarni Þorsteinson gaf út íslensk þjóðlög fyrir um 100 árum síðan þar sem hann safnaði saman um eitt þúsund þjóð- lögum. Þegar við fórum að skoða þessi handrit, sem eru varðveitt í söfnum, þá komumst við að því að það voru ótrúlega mörg lög sem Bjarni hafði ekki þekkt. En vegna þess að hann hafði gefið út þjóðlögin sín á riti, sem allt fram til þessa hefur verið biblía þeirra sem vilja kynna sér ís- lenskan tónlistararf, héldu allir að verkefninu væri þar með lokið og búið að draga fram allar nótur í íslenskum handritum. Við töldum svo ekki vera og tókum að okkur það verkefni að ljúka í eitt skipti fyrir öll að draga fram íslenskan tónlistararf." styrkt okkur og gerði það okkur kleift að koma verkefninu af stað en þessir peningar frá Eimskip gerðu okkur í raun og veru mögulegt að gera þetta að raunverulegu verkefni." Niðurstöður kynntar í sumar Nú hefur verkefnið staðið yfir í fjögur ár og niðurstöðurnar verða lagðar fram á kirkjutónlistarráðstefnu í Skálholti 7. - 9. júlí næstkomandi. Fyrstu niðurstöður eru þær að miklu meira er til af nótum en menn héldu, mikið er um nýja sálma, eða lítt þekkta, sem koma upp á yfirborðið með lögunum og það kemur í ljós að sá menningararfur sem talið var að við ættum ekki tíl, íslenskur tónlistararfur, hefur alltaf verið til, bara legið gleymdur í handritunum. Þegar slík- ar rannsóknir eru gerðar fyrir utan söfnin kemur það fram hversu ótrúlega lítið í raun og veru hefur verið unnið að því að rannsaka handritin okkar og gera niðurstöður þeirra ljós- ar fyrir þjóðinni og segir Kári það fyrstu niðurstöðu hópsins sem að verkefninu stendur. €2 BO G A** O o Z ° •|«N «t»Ð wie»» vn° p o Styrkur til rannsókna í heiminum eru til líklega um 25 þúsund íslensk handrit. Meiri hluti þeirra er vitaskuld varðveittur hér heima svo ljóst var að verkefnið var ærið. Fyrsta skrefið var því að marka umfangið. „1 fyrsta lagi ákváðum við að fara einungis fram til 1900 í rannsókn okkar,“ seg- ir Kári. „I annan stað fórum við í gegnum allar skrár um handritin og drógum fram öll þau hand- rit sem innihalda kvæði eða sálma og í þriðja lagi hófumst við samhliða handa um að rannsaka þann menningararf sem verið var að grafa upp. Það er erfitt að fá peninga til einhvers sem er svo stórt og viðamikið og þar sem um frumrannsókn er að ræða er árangurinn óviss. Þess vegna varð það okkur mikils virði að Eimskip styrkti okkur mjög myndarlega og að þeir skyldu átta sig á mik- ilvægi verkefnisins fyrir menningarsögu okkar og nútíma menningarlíf. Akvörðun þeirra var tek- in af ffamsýni vegna þess að ekki var hægt að gera sér grein fyrir umfanginu þegar þeir komu til leiks. En sú staðreynd að við fengum þennan styrk, gerði verkefnið trúverðugt og það þýddi að við áttum auðveldara með að leita eftir styrkjum frá hinu opinbera. Kristnihátíðarnefnd hafði áður Guðný Káradóttir, kynningarstjóri Eimskiþs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.