Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2000, Page 30

Frjáls verslun - 01.04.2000, Page 30
Halla Tómasdóttir: „Flestir stjórnendur gefa sér lítinn tíma til þess að skipuleggja hvernig þeir hyggjast ná sinu fram. Margir telja að góð hug- mynd selji sig sjálf. “ FV-mynd: Geir Ólafsson. Tilvaólió fyrir ollar stærðir af fyrirtækja veislrjm að fólk óttast oft breytingar eða sýnir mótspyrnu ef það skilur ekki forsendurnar að baki hug- myndinni eða telur að hún hafi áhrif á stöðu þeirra eða starfsöryggi. Eigi hugmyndir stjórnenda að ná fram að ganga skiptir miklu máli að stjórnendur taki sér tíma til að taka yfirvegaða ákvörðun um hvort „ýta“ eigi hug- myndinni í gegn með rökum og ákveðni eða hvort réttara væri að „byggja“ upp stuðning við hug- myndina. Aðstæður ráða miklu um hvor aðferðin sé lík- legri til árangurs og lykilatriðið hér, eins og í svo mörgu öðru, er SVEIGJANLEIKI. W Að taka á ágreiningi Ýmsar aðferðir má nota til úrlausnar ágrein- ings. Allt of algengt er að stjórnendur nálgist úrlausnina með það í huga að vinna (og þá tapar hinn), eða þá að stjórnendur forðast ágreining - eða gefast upp fyrir honum. Viðhorf til ágreinings hafa breyst. Sú var tíð að ágreiningur var talinn vera eitthvað sem æskilegt væri að forðast. Núna gera stjórn- endur sér grein fyrir því að ágreiningur er óhjákvæmilegur og rís sökum þess að við búum í flóknum heimi þar sem munurinn á markmiðum, skilningi, gildum og fólki al- mennt er mikill. Ágreiningur þarf ekki að vera af hinu illa og það er í raun á ábyrgð stjórnandans að stýra ágreiningi til úrlausnar þannig að afleiðingin verði hámarksárangur fyrir fyrirtækið. ' , I I ) ) 30

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.