Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2000, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.05.2000, Blaðsíða 6
RITSTJÓRNARGREIN Páll og Hrísey I heimi hagfræðinnar er sagt að þau fyrirtæki séu best rekin og arðbærust sem haldi sífelldri vöku sinni yfir þörfum viðskiptavina sinna og stjórnist fremur af þeim en eigin þörfum. Með öðrum orðum; að fyrir- tækin séu til fyrir viðskiptavini sína en ekki viðskipta- vinirnir fyrir fyrirtækin. Leiðarljósið er: Hvað er við- skiptavinum fyrir bestu? Þess vegna kemur á óvart sú mikla þörf stjórnmálaforingja á að flytja rótgrónar opinberar stoínanir frá höfuðborgarsvæðinu til að spyrna við svonefndum byggðavanda - en höfuðborg- in er miðstöð þjónustu í landinu, sérfræðiþekkingar, stjórnsýslu, bankastarfsemi og, síðast en ekki síst, samgangna í loftí sem á landi. Flutningur opinberrar stofounar, sem fest hefur rætur í þessari miðstöð mannlífs á íslandi, stöðvar ekki búferlaflutninga suður á mölina. Það er hinn kaldi veru- leiki og við honum verður ekki á móti streist, hvort sem mönnum lík- ar betur eða verr, og hversu mikill sem kostnaður þjóðfélagsins kann að vera af búseturöskuninni. Það er varla stjórnmálamanna að stýra búsetu í landinu og ráðskast með það hvar fólk býr, vinnur og tjárfest- ir. Aður hefur verið bent á það hér í leiðurum að straumurinn suður sé af huglægum toga fremur en atvinnulegum; að hann stafi af æ kröftugri þörf fólks í dreifbýli á lifnaðarháttum höfuðborgarbúa, hvort sem þeir lifnaðarhættir skila meiri lifsfyllingu eður ei. En vænt- ingar ráða ferðum fólks! Þótt ekki verði streist á móti straumnum suður er engu að síður mikilvægt að halda úti eins góðri þjónustu og unnt er i öllum byggðum landsins, ekki síst í heilsugæslu og skóla- málum. Og það á að gera í nafni þess mannlífs, sem er á staðnum, en ekki t nafni einhvers byggðavanda! Þótt því verði ekki stýrt hvar læknar, hjúkrunarfólk og kennarar taki sér bólfestu ætti helst enginn að þurfa að flytjast úr þéttbýliskjarna á landinu vegna elli eða sjúk- dóma - eða vegna veikinda eða skólagöngu barna sinna; hvorki Sunn- lendingur norður né Norðlendingur suður. Páll Pétursson Þess vegna var það nokkuð óvarlegt af Páli Péturs- syni félagsmálaráðherra, sem vill flytja sem flestar ríkisstofnanir út á land, að segja í viðtali við Morgunblaðið um hugmynd Hríseyinga um að leysa vanda þroskaheftra barna á Reykjanesi með sambýli norður í Hrisey að það væri „að sjálfsögðu val fólks- ins hvort það vilji nýta þetta boð (Hríseyjarheimilið) eða vera áfram á biðlista. Og ef aðstandendur vilji frekar hafa þá fötluðu áfram heima hjá sér sé það í sjálfu sér ágætt.“ Og síðar að „sambýli fatlaðra sé orðið svo dýrt á höfúðborgarsvæðinu að nýbygging- ar geti ekki talist forsvaranleg meðferð á opinberu fé.“ Páll afskrifaði síðar hugmyndina með þeim orð- um að hann hefði ekki átt frumkvæði að því að und- irbúa sambýli fyrir fatlaða í Hrísey og ekki fengið tækifæri til að fjalla um málið í ráðuneytinu hvað þá að taka afstöðu til hugmyndarinnar þegar hann hefði afskrifað hana vegna mótmæla Landsamtaka Þroska- hjálpar. Eflaust galt hugmynd Hríseyinga hið algjöra afhroð og setti miklar tillinningar í málið - og menn út af Iaginu - vegna þess að þar hafa um árabil verið reknar einangrunarstöðvar fyrir nautgripi og heimilisdýr. Sömuleiðis var það afar óheppilegt hjá sveitarstjóranum í Hrísey að draga fram klisjuna um það hversu mörg störf sambýlið myndi skapa í Hrísey. Þar með var sú gallaða fýrirtækjahugsun kom- in á kreik að viðskiptavinirnir væru til fyrir fyrirtækið í stað þess að fyrirtækið væri til fyrir viðskiptavinina. Vistunarvandi þroskaheftra á Reykjanesi verður ekki leystur með sambýli í Hrísey heldur á Reykjanesi. Af fúsum og frjálsum Vllja Hins vegar má ekki niðurlægja Hríseyinga að fullu. Þótt hún dugi tæplega þá er ein helsta von dreif- býlisins til að sporna við flaumi fólks suður að stofha fyrirtæki eða finna upp þau verðmæti í framleiðslu og þjónustu sem laða til sín við- skiptavini hvarvetna af landinu, vel að merkja; af fúsum og frjálsum vilja. Gott dæmi um það er stofnun Háskólans á Akureyri. Þörfin er mikil hjá stjórnmálamönnum um þessar mundir fyrir að flytja ríkis- stofnanir frá höfuðborginni. Þeir eiga hins vegar fyrst og fremst að hugsa um það hvernig ríkistofnanir geta þjónustað viðskiptavini sína sem best, hvar þær veita öllum landsmönnum, alls staðar af landinu, besta og aðgengilegasta þjónustu. Þær eiga að vera til fyrir fólkið en fólkið á ekki að vera til fyrir þær. Jón G. Hauksson IT’ Stofnuð 1939 Sérrit um viðskiþta-, efnahags- og atvinnumál - 62. ár Sjöfn Guðrún Helga Geir Ólafsson Hallgrímur Sigurgeirsdóttir Sigurðardóttir Ijósmyndari Egilsson auglýsingastjóri blaðamaður útlitsteiknan RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir BLAÐAMAÐUR' Guðrún Helga Sigurðardóttir UÓSMYNDARI: Geir Ólafsson UMBROT: Hallgrímur Egilsson UTGEFANDI: Talnakönnun hf. ÁSKRIFTARVERÐ: 3.185 kr. fyrir 1.-5. tbl. - 10% lægra áskriftarverð ef greitt er með kreditkorti. LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. DREIFING: Talnakönnun, hf., sími 561 7575 FILMUVINNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Grafík hf. LTTGREININGAR: Prentmyndastofan hf. - Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSIA: Borgartúni 23,105 Reykjavik, sími: 561 7575, fax: 561 8646, netfang: fv@talnakonnun.is ISSN 1017-3544 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.