Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2000, Blaðsíða 67

Frjáls verslun - 01.05.2000, Blaðsíða 67
Kaffi Reykjavík eftir breytingarnar. „Staðurinn var kominn nokkuð langt niður. En þetta lítur vel út, hjólin eru þegar farin að snúast hraðar eftir þær breytingar sem gerðar hafa verið. “ Breytingar á fimm ára fresti „Það er sama hve vinsælir veitinga- og dansstaðir verða, þeir þurfa andlitslyftingu á fimm ára fresti. Þetta sýnir reynslan, bæði hér heima og erlendis." og þar er farið nákvæmlega ofan í öll smáatriði. Hér vita allir helstu starfsmenn um sölutölur sem og nýtingu hráefnis og víns. Allur lager er talinn vikulega á mánudögum og er staðan ljós strax á þriðjudögum. Þá hefur mér gefist vel að hafa skýra skipt- ingu á milli deilda - eldhúss, veitinga, vínbara, fatahengis, dyra- vörslu og svo framvegis - og láta yfirmann hverrar deildar bera sem mesta ábyrgð. Það er auðveldara að stjórna þannig þótt ekk- ert sé eins mikilvægt í veitingarekstri og að eigendur séu sýnileg- ir gestum og starfsfólki. Það að eigendur séu mikið á staðnum or- sakar að allir gera sitt besta og kappkosta að ekkert fari úrskeið- is gagnvart gestum, svo óvæginn er þessi markaður. En allir verða að vera með það á hreinu að það er enginn ómissandi, það kemur alltaf maður í manns stað.“ Tekur sér frí á sunnudögum Það kemur á vissan hátt á óvart þegar Örn segist hafa komið sér upp einum Iridegi í viku, hvað þá að það sé sunnudagur! „Ég tók þá ákvörðun að taka mér frí á sunnudögum og víkja ekki undan þeirri reglu - hversu mikið sem lægi við - og það hefur tekist býsna vel. Fjölskyldan verður að fá sinn tíma. Og ég kalla það frídag þótt ég skjótist kannski í jogg- ing-gallanum í eina til tvær klukkustundir eða svo, rétt til að líta inn. Ég vinn aðra daga frá átta, níu á morgnana fram eftir degi, oftast til klukkan átta á kvöldin, en oft lengur, og aðra hvora helgi til klukkan fimm og sex á morgnana. Oft kemur fyrir að sólar- hringunum slær saman, það er líf veitingamannsins. Það verður að finna sér einn frídag í viku til að hlaða rafhlöðurnar og slaka á. Náist það ekld kann maður ekki að nýta starfsmenn sína og dreifa ábyrgðinni." Miklar framfarir hafa orðið í matreiðslu á undanförnum fimmtán árum og nú er svo komið að hróður íslenskra matreiðslumanna og veitingastaða hefur borist út fýrir land- steinana og telst eitt nokkurra atriða sem laða að erlenda ferðamenn. Þrátt fyrir það segir Örn að veitingarekstur sé erfiður á íslandi og álagning mun minni en á veitingastöðum erlendis sem menn beri sig saman við, eins og í Frakklandi og Bandaríkjunum. „Menn verða að hafa sig alla við ætli þeir að hafa eitthvað upp úr veitingarekstri hérlendis. Hráefnis- verð er mjög dýrt og sömuleiðis verð á áfengi. Veitingahús kaupa áfengi á sama verði í Ríkinu og almenningur og það segir sig því sjálft að staðirnir geta ekki verið með mikla álagningu - ella hættir fólk einfaldlega að kaupa áfenga drykki þar. En með því að halda vel utan um reksturinn og ná upp vinsælum stöðum er hægt að ná árangri." Það orð fer af mörgum veitingamönnum að þeir standi ekki við gerða samninga og að erfitt sé að treysta þeim í við- skiptum. Tíð eigendaskipti á veitingastöðum bæta ekki úr skák þar sem samningar gufa upp á augbragði og nýir eig- endur eru oft ekki tilbúnir til að yfirtaka þá. „Um þetta get ég aðeins sagt að þeir sem ekki standa við samninga tjalda að- eins til einnar nætur. Það er ekki flóknara en það.“ Vill engin höft á athafnafrelsið I miðbænum Miklar umræð- ur hafa orðið að undanförnu um að skemmtistaðir í miðborg Reykjavíkur séu orðnir of margir og að takmarka þurfi fjölda þeirra í miðbænum. Sömuleiðis hafa verið uppi hugmyndir um að færa þurfi nektarstaðina og vínbari sem opnir eru all- an sólarhringinn út úr miðbænum. „Ég vil hafa þetta frjálst og held að það sé mjög erfitt að leyfa sumum veitingamönnum að vera með rekstur í miðbænum en öðrum ekki. Að mínu mati er ekki eins slæmur bragur á miðbænum og sumum sýnist. Ég held raunar að það sé styrkur að hafa marga veit- ingastaði nálægt hver öðrum. Þeir styrkja hver annan og fólki finnst stemmning í því að geta gengið á milli veitingastaða." En hefur Erni dottið í hug að bregða sér aftur í kokkagall- ann og viðhalda listinni að matreiða? „Ég hef stundum spurt mig að því hvort ekki væri þægilegra að vera einhvers staðar inni í eldhúsi og þurfa ekki að hafa áhyggjur af rekstrinum, hvers konar teppi eigi að kaupa eða mönnun vakta á síðustu stundu komi upp veikindi. En þetta er nú einhvern veginn þannig að þegar maður er farinn að vinna hjá sjálfum sér við- helst sú þörf, maður nýtur hennar og hefur gaman af að takast á við nýja ögrun. Að vísu bregð ég mér annað slagið í kokkagallann, stekk inn í eldhús og tek í, geri eina og eina veislu, jafnvel þær veislur sem við sendum í heimahús. Þetta heldur mér í æfingu. Þegar jólahlaðborðið stendur yfir fer ég alfarið í hlutverk kokksins. Þegar ég er í eldhúsinu skipti ég alveg um skapgerð, hvernig sem á því stendur, verð miklu ör- ari og ákveðnari. En það skemmtilegasta sem ég geri er að detta inn í eldhúsið, eins og ég kalla það. Síðustu ár hef ég leyst af í eldhúsinu á sumrin og það er alveg dásamlegur tími, sérstaklega fyrir nemana, maður verður líka að gæta þess að sonurinn læri réttu handtökin frá byrjun." [£j 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.