Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2000, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.07.2000, Blaðsíða 25
FJflRMAL Leggja eignir sínar undir Allir lykilstarfsmenn eru hluthafar - mjög misstórir þó - og tengjast þeir fyrirtækj- um sem eiga um fimmtung í félaginu; eða að andvirði um 1,4 milljarða. reglur tryggja nauðsynlega áhættudreifingu en um leið skjóta og hraðvirka ákvarðanatöku. Svona viðmiðunarmörk eru nauðsynleg." Nalnkunnir menn standa að félayinu Þótt fímamikið eigið fé Gildingar hafi vakið athygli þegar tilkynnt var um stoíhun félags- ins í byrjun sumarsins var það eins og oft áður í viðskiptum að mennirnir á bak við stofnun þess vöktu ekki minni athygli - enda allir óvenju þekktir í viðskiptalífinu. Þeir eru núna lykilmenn hjá félaginu sem hefur aðeins sjö starfsmenn í þjónustu sinni. Og mikið fleiri verða þeir ekki, ef til vill tíu. Á næstu árum verða því væntanlega fá - ef nokkur - fyrirtæki hérlendis með meiri verð- mætasköpun á hvern starfsmann og Gilding. Endurskoðandi og fjármálastjóri Eimskips Miltil tengsl hafa verið á milli starfsmanna og stofnenda Gildingar á undanförn- um árum - en af sjö starfsmönnum koma þrír frá Búnaðarbankanum, tveir frá Eimskip, einn frá KPMG og einn frá Kaupþingi. Þannig var fram- kvæmdastjóri Gildingar, Heimir Haraldsson, 45 ára löggiltur endurskoðandi, einmitt löggiltur endur- skoðandi Eimskips í áraraðir og vann því náið með núverandi stjórnarformanni Gildingar, Þórði Magnússyni, 51 árs rekstrarhagffæðingi, sem var framkvæmdastjóri tjármálasviðs Eimskips í yfir tuttugu ár. Þeir þekktust því vel. Heimir var áður í yfir tuttugu ár hjá endurskoðunarstofunni KPMG og framkvæmdastjóri stofúnnar síðustu árin. Feðgarnir áttu hugmyndina Sérhæfð Ijárfestingar- félög hafa verið stofnuð erlendis á undanförnum árum sem hafa náð góðum árangri. Það voru feðgarnir Þórður og sonur hans, Árni Oddur, 31 árs viðskiptafræðingur, sem áttu hugmyndina að stofnun Gildingar. Þeir höfðu brætt með sér ýmsar leiðir en hugmyndin að Gildingu varð ekki til fyrr en sl. vor, og þá var aðdragandinn að stofnun ekki langur. Hópurinn varð smám saman til og kom Heimir síðastur inn í hann. Árni Oddur var áður að- stoðarframkvæmdastjóri Búnaðarbankans Verð- bréfa. Þar vann hann náið með tveimur öðrum framlínumönnum bankans sem eru núna innan raða Gildingar. Annar þeirra er frændi hans og föð- urbróðir, Magnús Magnússon, 35 ára viðskipta- fræðingur, en hinn er Andri Sveinsson, 29 ára við- skiptafræðingur. Magnús var áður forstöðumaður í fyrirtækjaþjónustu Búnaðarbankans en Andri var forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Búnaðarbank- ans Verðbréfa. Þess má geta að þeir Ái-ni Oddur og Andri hófu ferilinn saman á verðbréfamarkaðnum sem starfsmenn Skandia sem síðar varð Fjárvang- ur. Árni Oddur og Bjarni Þórður Bjarnason, véla- verkfræðingur og fyrrum starfsmaður fyrirtækja- þjónustu Kaupþings, hafa verið vinir um áraraðir. Bjarni, sem gat sér gott orð hjá Kaupþingi, er bróðir þeirra Stefáns og Júlíusar sem kenndir eru við fyrirtækið Stillingu og eru framkvæmdastjórar þess. Þeir bræður eru hlutahafar í Gildingu og situr Stefán í stjórn fyrirtækisins. Tengslin innan hópsins voru því býsna sterk áður en að stofnun Gildingar kom. Ekki má gleyma sjöunda starfsmanni Gildingar, Olgu Sverrisdóttur, ritara. Hún var um áraraðir ritari Þórðar Magn- ússonar hjá Eimskip og fylgdi honum yfir til Gildingar. Hlutafjársöfnunin Hluthafar Gildingar eru um 50 talsins og er um býsna breiðan hóp að ræða þar sem viðskiptabankarnir þrír eru m.a. innanborðs auk Kaupþings og Fijálsa Ijárfesting- arbankans ásamt nokkrum lífeyrissjóðum. Enginn hluthafi á meira en 9% hlut í fyrirtækinu. Það vekur athygli að hlutafjár- söfnunin tók aðeins um einn mánuð, eða frá því snemma í júní og fram í byijun júlí. Notuð var „maður á mann aðferðin" og Öryggisskáparnir frá Rosengrens eru traust geymsla fyrir peninga, skjöl, tölvugögn og önnur verð- mæti. Skáparnir sem em í hæsta gæðaflokki fást í ýmsum stærðum og gerðum. Kynnið ykkur úrvalið. f Bedco & Mathiesen ehf Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði Sími 565 1000 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.