Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2000, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.07.2000, Blaðsíða 30
NETIÐ Lifandi efnisveita Veftorgið gerir lífið auðveldara. Notandinn getur farið inn á eitt vefsvæði í stað margra áður og fengið þar aðgang að upplýsingum og þjónustu sem hann þarf á að halda. Sem dæmi má nefna að á torg.is hafa notendur aðgang að símaskránni og þjóðskránni ásamt skrá yfir íslenskar vefsíður og öflugri leitarvél allt frá einni síðu á leitartorginu. Þar að auki fá notendur aðgang að margs konar tækjum og tólum til að spara sér tíma og fyrirhöfn í samskiptum, s.s. aðgang að talhólfi, tölvupósti, og faxi. Þá getur notandinn líka fylgst með fréttum og því helsta sem er að ger- ast á fjármálamarkaðnum, þannig að þarna er verið að safna saman á eitt svæði yfirgripsmeira efni og veita góða yfirsýn yfir allt það helsta sem er að finna á Net- inu,“ segir Martha Eiríksdóttir, framkvæmda- stjóri torg.is. „Hvað verslun á Netinu varðar þá er ís- lenski markaðurinn það lítill enn sem kom- ið er að það er mjög óhagkvæmt fyrír fyrir- tæki að setja upp kostnaðarsamar vefversl- anir eða vefmót. Það er því skynsamlegt að byggja upp lausn sem samnýtist af mörg- um,“ segir hún. „Þar geta veftorg eins og torg.is gegnt mikilvægu hlutverki." Martha er nýflutt til landsins eför margra ára störf erlendis. Hún hef- ur yfir 20 ára reynslu af markaðs- málum, bæði hérlendis og er- lendis, og starfaði síðast hjá höfúðstöðvum Europay International í Belgíu og hafði þar yfirumsjón með vildarkortum í Evrópu. Hún tók við sem framkvæmdastjóri torg.is í byrjun síðasta árs og helstu samstarfsmenn hennar þar eru HallgrímurThorsteins- son ritstjóri og JohnToohey, hönnuður tæknilausna. Hliðstæða Yahoo! Meginmarkmið torg.is er að vera lifandi efnisveita og því hefur verið útbúinn hraðvirkur og fjölbreyttur vefur. A torg.is hefur ver- ið safnað saman fréttum, fróðleik og hagnýtum upplýsingum og telst vefurinn því vera hliðstæða alþjóðlegra veftorga á borð við Yahoo! og MSN. Veftorgið sjálft skiptist í sex hluta. A „skrifborðinu" er skilaboðamiðstöðin en það er fyrsta útfærslan á svokölluðu sameinuðu boðskiptakerfi sem sett hefur verið á laggirnar hér á landi. A „mitt torg“ getur notandinn snið- ið forsíðu torg.is að sínu höfði, á fjármálatorginu er hægt að fylgjast með gengi og viðskiptum á verð- bréfamarkaði og á fréttatorginu eru allar nýjustu fréttirnar. A skemmtitorginu er m.a. hægt að skoða sjónvarpsdagskrána og á leitartorginu má finna ýmsar upp- lýsingar með aðstoð leitarvéla og uppflettiskráa. Á döfinni er síðan að opna ferðatorg og verslunartorg sem bæði verða sniðin að þörfum notandans. I frúmskógi Torg.is er umfangsmikið veftorgsem sjö af stærstu fyrirtækjum landsins starfrœkja á Netinu. Martha Eiríksdóttir framkvœmda- stjóri spáirþví að viðskipti framtíðarinnar fari í síauknum mæli fram á Netinu og ætlar torg.is sér stóran hlut sem öflug mið- stöð fyrir verslun, viðskipti ogpjónustu. Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Mynd: Geir Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.