Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2000, Blaðsíða 38

Frjáls verslun - 01.07.2000, Blaðsíða 38
Mörg fyrirtæki á íslandi fást við mikla og vaxandi starfs- mannaveltu um þessar mundir og er ljóst að aðstæður á vinnumarkaði gera sumum stjórn- endum afar erfitt fyrir við að halda því þjónustustigi og þeim markmið- um sem þeir hafa sett sér. Vitneskja stjórnenda um hvers vegna starfs- menn hætta í starfi er ákaflega verð- mæt við þessar aðstæður. Neikvæð áhrif starfsmannaveltu Ein mikilvægustu rökin fyrir því að takast á við mikla starfsmannaveltu - þ.e. að fólk segi upp í miklum mæli - er sá beini kostnaður sem af henni hlýst, þ.e. kostnaður við auglýsingar, viðtöl, þjálfun og fleiri þætti sem eru tengdir ráðningarferlinu. Áhrifin eru þó mun víðtækari. Nýtt eða illa þjálfað starfsfólk þekkir ekki verkferli nægjan- lega vel og tekur oft rangar ákvarðanir. Starfsmannvelta hef- ur þannig neikvæð áhrif á þjónustu og framleiðni. Þegar lyk- ilstarfsmenn hverfa frá fyrirtæki er líklegt að það hafi áhrif á starfsanda og samstarfsgetu. Afleiðingarnar eru aukið álag á þá starfsmenn sem áfram starfa hjá fyrirtækinu og vítahringur álags og starfsmannaveltu getur myndast. Áætlað er að samanlagður beinn og óbeinn kostnaður við að missa starfsmann og ráða nýjan í hans stað nemi að með- altali árslaunum starfsmannsins. Miðað við meðallaun, samkvæmt launakönnun VR, má því búast við að þessi kostnaður nemi tæpum tveimur milljónum króna að meðal- tali á hvern starfsmann. Orsakír starfsmannaveltu í ljósi þeirra neikvæðu áhrifa sem mikil starfsmannavelta hefur hafa um- fangsmiklar rannsóknir verið gerðar á orsökum hennar. Segja má að tvær meginstefnur séu ráðandi í þessum rannsóknum. Annars vegar launa- og vinnumarkaðslíkan og hins vegar hvatningarlíkan. Samkvæmt launa- og vinnumarkaðslíkaninu skýrist hreyfanleiki vinnuafls fyrst og fremst af launum og tækifær- um á vinnumarkaði (svokallaðir ,,pull“-þættir). Hvatningar- líkanið gerir á hinn bóginn ráð fyrir því að þættir í innra skipulagi fyrirtækisins virki hvetjandi eða letjandi á starfs- manninn og sé þannig orsök starfsmannaveltu (svokallaðir ,,push“-þættir). Meginmunur er á afstöðu þessara tveggja líkana til áhrifa launa á starfsmannaveltu. Launa- og vinnumarkaðslíkanið telur laun vera ráðandi þátt á meðan hvalningarlíkanið telur að laun geti verið einn af mörgum þáttum sem áhrif hafa á að starfsmaður hættir. Óvenju mikið er um að fólk skipti um störfum þessar mundir. En hvers vegna missa fyrirtæki lykil- starfsmenn sína? Launin! Vissulega. Óánœgja með starfyandann og stjórnendur ráða þó mestu hjá þeim sem hafa ágœt laun. Texti: Tómas Bjamason Myndir. Geir Ólafsson 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.