Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2000, Blaðsíða 43

Frjáls verslun - 01.07.2000, Blaðsíða 43
FRÉTTflSKÝRING Islenskur bókamarkaður hafði verið í föstum skorðum um ára- tuga skeið þegar hræringar byrjuðu fyrir nokkrum misserum á þessum litla markaði sem likt hefur verið við „lítinn tebolla". Segja má að breytingarnar hafi byrjað snemma árs 1999 þegar eigendur Vöku-Helgafells tilkynntu að þeir hefðu ákveðið að selja FBA helming hlutabréfa, stækka fyrirtækið markvisst með kaupum á fyrirtækjum eða sameiningu við önnur fyrirtæki og skrá fyrirtækið síðan á Verðbréfaþingi Islands. Þá þegar hafði Vaka-Helgafell keypt bókaforlagið Lögberg og bókaklúbba Al- menna bókafélagsins og síðar á árinu 1999 keypti fyrirtækið svo Iceland Review. Blóðtaka í byrjun þessa árs varð Mál og menning svo fyr- irblóðtöku þegar Jóhann Páll Valdimarsson, útgáfustjóri For- lagsins, fór frá fyrirtækinu til starfa hjá nýstofnuðu fyrirtæki, Genealogia Islandorum - Gen.is. Nokkrir helstu rithöfundar Forlagsins ákváðu að fylgja Jóhanni Páli yfir í hið nýstofnaða fyrirtæki ásamt nokkrum starfsmönnum Máls og menningar og í framhaldi af því var stofnað JPV FORLAG. Skömmu síð- ar tilkynntu Mál og menning og Vaka-Helgafell að fyrirtækin hefðu stofnað sameiginlega dreifingarmiðstöð. I byrjun apríl kom stóra fréttin um að stjórnir Máls og menningar og Vöku- Helgafells hefðu samþykkt viljayfirlýsingu um sameiginlegan rekstur beggja félaganna. Sá vilji varð að raunveruleika skömmu fyrir síðustu mánaðamót. - Hvers vegna að sameina tvö stærstu útgáfufyrirtæki landsins? „Við höfum lýst yfir að þörf sé á stærri einingum í útgáfu- og miðlunargeiranum hér á landi og þótt þessi tvö fyrirtæki (Mál og menning og Vaka-Helgafell) séu stór á íslenskan mælikvarða eru þau ekki nógu öflug hvort i sínu lagi til að keppa við erlend risafyrirtæki sem nú eru að hasla sér völl á Norðurlandamarkaði og gætu látið til sín taka hér á landi áður en langt um líður. Með öflugu íslensku fyrirtæki á þessu sviði væri hægt að halda uppi merki íslenskrar þjóðmenning- ar og tungu á innlendum útgáfu- og miðlunarmarkaði sem hæpið væri að erlendir aðilar myndu leggja áherslu á,“ svarar Olafur Ragnarsson, stjórnarformaður Eddu. Kaupa útgáfufyrirtæki erlendis? „Með stofoun Eddu er verið að skapa grundvöll til þess að hægt sé að ráðast í stærri og metnað- arfyllri verkefni á sviði útgáfu og annarrar miðlunar en hvor aðili um sig hefur getað tekist á hendur. Jafníramt sjá menn mikla möguleika á að hagræða rekstri fyrirtækjanna og renna styrkari stoðum undir einstaka þætti í starfsemi þeirra," segir hann. Forráðamenn Eddu ætla ekki að láta þar staðar numið held- ur hafa þeir spennandi áform á pijónunum erlendis. Vaka-Helga- fell hefur verið í beinu rekstrarsamstarfi við alþjóðlega útgáfu- og miðlunarfyrirtækið Egmont í Danmörku í nokkur ár og teng- ist það samstarf útgáfu á efiii frá Disney-fyrirtækinu. Hið sam- einaða fyrirtæki hyggst ganga enn lengra á þeirri braut. „Til þess að styrkja stöðu íslenskra bókmennta erlendis enn frekar en hægt er með samningum um útgáfurétt hyggjumst við í ná- inni framtíð skoða hugsanleg kaup á útgáfufyrirtækjum í útlönd- um eða aðrar leiðir til að verða aðilar að rekstri þeirra með hluta- fjárkaupum eða rekstrarsamstarfi," segir Ólafur. En það hafa ekki eingöngu átt sér stað breytingar hjá Vöku- Helgafelli og Máli og menningu. Hin fyrirtækin hafa líka styrkt stöðu sína. Fróði, sem gefið hefur út bækur frá því snemma á níunda áratugnum, og Iðunn sameinuðust og mun fyrirtækið gefa út bækur af auknum krafti undir nafiii þess síðarnefnda fyrir jólin. Þar heldur Jón Karlsson áfram að stýra útgáfunni. Þá hafa tveir starfsmenn Máls og menningar, þær Hildur Her- móðsdóttir, barnabókaritstjóri og eiginkona Jafets Ólafssonar hjá Verðbréfastofunni, og Þóra Sigríður Ingólfsdóttir, aðstoðar- maður útgáfustjóra, flutt sig yfir til Bjarts og keypt um leið helmingshlut í fyrirtækinu. Með þessu styrktist Bjartur veru- lega og má búast við að hann standi keikur í samkeppninni við stóru forlögin á næstu misserum. Breytt samkeppnisstaða Bókaumhverfið nú er verulega breytt frá því sem var fyrir fimmtán til tuttugu árum. í byrjun níunda áratugarins voru helstu keppinautarnir bókaforlögin Iðunn, Al- menna Bókafélagið og Örn og Örlygur sem öll voru stærri en Mál og menning. A þessum árum var flóran fiölbreytt, Skuggsjá og Isafold gerðu athyglisverða hluti og Menningarsjóður var með öfluga útgáfu. Svart á hvítu kom inn á markaðinn með mikl- um látum og Vaka sömuleiðis. Forlagið varð áberandi eftir að það tók til starfa. Mál og menning taldist ekki stórveldi á þess- um árum heldur lifði á hefðinni en fyrirtækinu tókst smám sam- an að styrkja reksturinn, til að mynda með því að opna verslun í Síðumúla, fjölga titlum á mörgum sviðum og renna þannig fleiri stoðum undir fyrirtækið. I dag koma aðeins 25 prósent af tekj- um bókaútgáfu Máls og menningar inn fyi'ir jólin. Vaka, sem hafði keypt Helgafell og náð með því útgáfúrétti á öllum verkum Halldórs Laxness, Steins Steinarr, Davíðs Stefánssonar og fleiri jók bókaútgáfuna og byggði upp nokkuð Qölbreytta starfsemi með bókaklúbbum og útgáfu tímarita. Þetta kom sér vel þegar leið á tíunda áratuginn. „Meginatriði í þessum rekstri er að vera ekki háður jólaver- tíðinni. Eftir að raunvextir urðu að veruleika varð erfiðara að halda útgáfunni gangandi allt árið með tekjum eins mánaðar svo að meginstefiia okkar varð sú að ganga á fleiri fótum. Við fórum að gefa út kennslubækur, stofnuðum bókaklúbba og vorum með gjafabækur á boðstólum árið um kring. Það hjálpaði okkur gegnum erfiða tíma á síðasta áratug,“ segir Halldór Guðmunds- son, framkvæmdastjóri útgáfusviðs Eddu, um útgerðina hjá Máli og menningu. Bókaútgáfa fylgir almennum efnahagssveiflum og forlögin fóru mörg hver illa á samdráttarskeiðinu upp úr 1991. Sum urðu Bókin heldur velli „Ég tel að bókin haldi velli en í gerbreyttri mynd. Eftir sem áður munu höfundar skrifa sögur. Unga kynslóðin elst ekki upp við þá stemmningu sem því fylgir að handfjatla bækur. Verulegur hluti bókaútgáfunnar getur verið kominn í allt annað form innan skamms,“ segir Halldór Guðmundsson. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.