Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2000, Blaðsíða 48

Frjáls verslun - 01.07.2000, Blaðsíða 48
STJÓRNENDUR Lífsþjálfi er fyrir fólk sem hefur náð langt Fyrir suma er „lifecoach", sem á íslensku mætti þýða sem lífs- þjálfi, aðeins viðbót við sjúkra- þjálfann og nuddarann. Aðrir hafa ekki áður leitað eftír aðstoð til að bæta líf sitt. Þeir sem leita á náðir lífsþjálfa eiga það yfirleitt sameigin- legt að vera vel menntaðir og hafa náð langt, en vera samt að ein- hveiju leyti ekki ánægðir með sitt hlutskipti, þótt það geti annars virst harla gott í augum annarra. Það kostar vísast blóð, svita og tár að ná langt í lífinu, en það er ekki síður erfitt að höndla hamingjuna þegar takmarkinu er náð. Charles Bentley er sálfræðingur sem ekki vill lengur kann- ast við ágæti sálfræðinnar heldur hefúr þróað hugtakið lífsþjálfi og þá þjónustu sem því fylgir. Þessi brosmildi og alskeggjaði maður á áttræðisaldri hefur sett upp fyrirtæki í Bretlandi, „Lifecoach", sem bæðir veitir þjónustu og menntar fólk sem vill gerast lífsþjálfi. Hugtakið er ættað frá Bandríkjunum, eins og svo margar sjálfshjálparstefnur, en það er þó ekki hin bandaríska útgáfa sem Bentley fæst við heldur bresk útgáfa sem hann hefur sjálf- ur þróað. „Eins og svo margt í Bandaríkjunum hefur banda- ríska útgáfan að markmiði skjótan árangur með lítílli íyrirhöfn, en það er ekki það sem ég hef í huga,“ segir Bentley ákveðinn. Tæknivædd sáluhjálp „Ég var orðinn þreyttur á að starfa sem sálfræðingur og vera alltaf að þykjast geta leyst vanda annarra; vita betur hvað fólki væri fyrir bestu,“ segir Bentley hressilega, eins og hans er von og vísa. „Skjólstæðingarnir vissu yfirleitt nákvæmlega hvað amaði að.“ Hann tók því þá stefnu að starfa sjálfstætt og treysta ekki á neinar stefnur og skóla. Hann kynntí sér möguleika Netsins, fann þar hugtakið „lifecoach" og smám saman hefur fyrirtæki hans tekið á sig þá mynd sem það hefur í dag. Bentley og samstarfsfólk hans veitir samtalsþjónustu, sem bygg- ist á 1 1/2 klukkutíma samtölum, oftast einu sinni í viku. Samtalið kostar yfirleitt fimmtíu pund, um sex þúsund íslenskar krónur. Venjulega er lögð áætlun um samskipti mánuð í senn. Þegar sambandið er komið á vilja marg- ir viðskiptavinanna, eins og Bentley kallar þá, heldur hringja eða nota Netið; senda tölvupóst og fá svör á sama hátt, þótt Bentley leggi áherslu á að per- sónulegt samband sé undirstaðan. Og viðskiptavinirnir eru ekki aðeins Lundúnabúar. Ýmsir þeirra koma langt að, jafnvel ífá Bandaríkjunum, en kjósa þessa þjónustu fram yfir aðra svipaða og þeir fá þar. Fjarlægðin er eng- in hindrun í huga ýmissa þeirra, enda „heimurinn", eða stór hluti hans, iðulega starfsvettvangur þeirra, hvort sem er. Óshipt athygli, ekki sálgreining En hvað er það þá sem lífs- þjálfinn gerir? „Við hlustum og leitumst við að vera nokkurs konar spegill fyrir viðskiptavininn," segir Bentley. En er það þá ekki einmitt það sem góðir vinir gera? Bentley tekur því ekki ijarri en bendir á að flestír vinir hafi einhverra hagsmuna að gæta gagnvart viðkomandi. Vilji sjálfir öðlast eitthvað. „Við dæmum ekki, leiðbeinum ekki, heldur erum þarna til að við- skiptavinirnir geti fundið sína leið.“ Skilgreiningin á hlutverki lífsþjálfans er að mörgu leytí úti- lokun á ýmsu öðru sem finna má annars staðar. Einhverjum dettur kannski sálgreining í hug, en Bentley leggur ríka áherslu á að starf lífsþjálfans líkist í engu starfi sálgreinandans. „í sálgreiningu er verið að leysa átök og aðstæður sem tilheyra hinu liðna. Við fáumst ekki við hið liðna heldur aðstæður hér og nú og tökumst sannarlega ekki á við neinar sálarflækjur," segir Bentley og getur ekki á sér setíð að lýsa vantrú sinni á ,Sögnin að vera er mikilvægari en sögnin að verða. “Það eru ekki margir sálfræð- ingar sem ná því að komast á síður við- skiptablaða eins ogFinancial Times, en Charles Bentley er heldur enginn venju- legur sálfræðingur. Sigrún Daviðsdóttir ræddi við Bentley í London á dögunum. Effir Sigrúnu Davíðsdóttur Mynd: Sigrún Davíðsdóffir Að lifa lífinu lifandi „Við getum ekkert gert fyrir þá sem vilja bara verða betri og ná langt,“ undir- strikar Bentley. „Viðskiptavinir okkar eru fólk, sem hefur þegar náð langt, hefur afkastað miklu en skortir tilgang og fullnægingu í lífinu. Það má segja að þeir þrái innra jafnvægi. Áður veitti kirkjan þetta, en nú er þessa að leita annars staðar.“ 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.