Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2000, Blaðsíða 49

Frjáls verslun - 01.07.2000, Blaðsíða 49
Charles Bentley er sálfrœðingur. Þessi brosmildi og alskeggjaði maður á áttrœðis- aldri hefursett upþ fyrirtœkið Lifecoach. „Aðalatriðið er að vera, ekki að verða.“ sálgreinendum og geðlæknum. Og lífsþjálfinn er heldur enginn skriftafaðir, því auðvitað er hugtakið um synd og sekt ekki hluti af þessu nútímafyrir- bæri. „Það sem við veitum viðskiptavininum er algjör og óskipt athygli. Okkar afstaða er að allir hafi allt sem þeir þurfa til að ná settu marki. Fólk hegðar sér oft eins og það sé í ljóslausum helli, en áttar sig ekki á að í raun er það með logandi vasaljós í hendinni," fullyrðir Bentiey, sem hefur tröllatrú á mannskepn- unni og heilbrigðri skynsemi. Þessi athygli er notuð til að veita viðskiptavinin- um sýn á sjálfan sig, ekki til að segja honum eitt né neitt. „Það er einmitt heili galdurinn að koma ekki til fundar við viðskiplavininn með fyrirfram ákveðn- ar hugmyndir heldur hlusta og fylgja honum eftir. í raun rétt eins og góður skemmtikraftur. Bestu skemmtikraftarnir eru þeir sem mæta ekki með ut- anaðlært handrit heldur ná stemmningunni í saln- um og endurspegla hana,“ segir Bentley. Aðspurður segist hann reyndar vera ágætur skemmtikraftur, ef því sé að skipta, og hlær við. Almennt eigi hann miklu auðveldara með að tala og koma fram heldur en skrifa. Galdurínn að búa við velgengni í samræmi við aðrar sjálfs- hjálparstefnur í Bandaríkjunum stefnir „lifecoach" þar mjög að því að höndla hamingjuna hratt og fyrirhafnarlaust. Þar eru lífs- þjálfar oft nýttir af þeim sem langar til að ná langt en hafa ekki náð árangri. Bentley og samstarfsmenn hans lofa engum slík- um árangri og flestir þeirra sem nýta sér þjónustu hans eru menn sem þegar hafa náð langt. „Við getum ekkert gert fyrir þá, sem vilja bara verða betri og ná langt,“ undirstrikar Bentley. „Viðskiptavinir okkar eru fólk sem hefur þegar náð langt, hefur afkastað miklu en skort- ir tilgang og fullnægingu í lífinu. Það má segja að þeir þrái innra jafnvægi. Áður veitti kirkjan þetta en nú er þessa að leita annars staðar.“ Vandinn við að ná árangri, ná settu marki, er að þá virðist einskis frekar að leita. „Þegar þannig er komið finnst fólki það standa í stað og ekki komast lengra. Ferðin er að baki, segir Bentley. „En aðalatriðið er að vera, ekki að verða.“ Og það er þetla sem lífsþjálfinn Bentley og samstarfsmenn hans reyna að fá viðskiptavinina til að koma auga á. Til þess að geta notið lífs- ins, einnig þegar takmörkunum hefur verið náð, er nauðsyn- legt að læra að vera og njóta þess sem er, í stað þess að þurfa alltaf að vera á leiðinni að einhveiju takmarki. Nelið er miðlægt Líkt og svo mörg önnur fyrirtæki notar Charles Bentley Netið. Á vefsíðu sinni, www.lifecoach.co.uk, kynnir hann bæði hugtakið í stuttu máli, þjónustuna og þá starfsþjálfun sem fyrirtækið veitir og auk þess notar hann Net- ið til samskipta við viðskiptavinina, eins og áður er nefnt. Starfsþjálfunin er viðamikill hluti af starfsemi Bentley's, eins og sjá má á Netsíðu hans. Fólk getur sett sig í samband, ef það hefur áhuga á starfsþjálfun. Það kostar ekkert að spyij- ast fyrir um möguleikana. Ef viðkomandi er álitinn koma til greina er honum boðið í viðtal sem kostar fimmtíu pund. Næst tekur við undirbúningur er dreifist á ijögur skipti, alls sex klukkustundir, sem miðast við að undirbúa viðkomandi undir þjálfun sem fer fram i hóp. Þetta stig kostar 300 pund. Síðan tekur við hin eiginlega þjálfun, sem skiptist á þijár helg- ar með nokkurra vikna millibili. Sú þjálfun, ásamt námsefni, frekari einstaklingsstuðningi og sambandi í gegnum síma og Netið, kostar 1750 pund. Fyrir þetta fæst vottorð um að við- komandi hafi hlotið þjálfun sem lífsþjálfi. Ef viðkomandi hefur síðan störf sem lífsþjálfi getur hann kosið að greiða 250 pund á ári fyrir að fá að nota vörumerki Bentley's. Það var þegar Bentley hóf að nota Netið fyrir nokkrum árum að hann komst á snoðir um hugtakið „lifecoach", en þá var hann hann einmitt á höttunum eftir nýjum hugmyndum. Nú er hann ögn stoltur af að vera lipur að nota Netið. Það eru einfaldlega ekki margir sem ná því að þróa upp nýja viðskipta- hugmynd á hans aldri og öðlast einnig færni í notkun nýrrar tækni. Bentley er því sjálfur gott dæmi um að það er afstaðan til lífsins sem skiptir máli og að það er aldrei of seint að hug- leiða nýjungar og þá nýju möguleika sem í þeim felast. B3 Erfitt að höndla hamingjuna Þeir sem leita á náðir lífsþjálfa eiga það yfirleitt sameiginlegt að vera vel menntaðir og hafa náð langt, en vera samt að einhverju leyti ekki ánægðir með sitt hlutskipti, þótt það geti annars virst harla gott í augum annarra. Það kostar blóð, svita og tár að ná langt í lífinu, en það er ekki síður erfitt að höndla ham- ingjuna þegar takmarkinu er náð. 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.