Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2000, Blaðsíða 54

Frjáls verslun - 01.07.2000, Blaðsíða 54
FJARMflL í dag eru viðskiptavakar með gjaldeyri Ijórir talsins. Um tíma voru þeir sex en með samruna Islandsbanka- FBA fækkaði um einn og Sparisjóðabankinn hætti viðskiptavakt í byijun ágústmánaðar s.l. Tilboð sín setja viðskiptavakar fram í Reuters ijármálakerfmu. Markaðurinn er opinn hvern virkan dag frá kl. 9:15 til 16:00. Veltuaukning Með tílkomu við- skiptavaktar varð veruleg veltu- aukning á millibankamarkaði mið- að við árið á undan eða rúmlega 100%. Enn varð mikil veltu- aukning árið 1998 eða um 148%. Veltan 1999 var um 468 milljarðar króna og aðild Seðlabankans að viðskiptum um 4%. Fyrstu 7 mánuði þessa árs er veltan þegar orðin um 472 milljarðar króna og er aðild Seðla- bankans að veltu aðeins um 2%. Til að gefa einhverja mynd af því hversu mikil viðskiptin voru á þess- um markaði á síðasta ári þá eru þau 2,6 sinnum meiri en fjárlög ríkisins það ár og rúmlega tvöföld heildarvið- skiptí á Verðbréfaþingi Islands sama ár. Veltuaukningin á millibankamarkaði með gjaldeyri á sér margar skýringar. Fullt frelsi ijármagnsflutninga komst á í ársbyrjun 1995 og hefur átt sinn þátt í auknum viðskiptum sem og breytt mark- aðsfyrirkomulag á millibankamarkaði með gjaldeyri 1997 og tílkoma millibankamarkaðar með krónur 1998. Aðild Seðlabankans að veltu minnkar Aðild Seðlabankans að viðskiptum minnkaði verulega í kjölfar viðskiptavaktar 1997. Með minnkandi aðild Seðlabankans að viðskiptum dregur jafnframt úr áhrifum bankans á gengisskráningu sem ákvarð- ast fyrir vikið meira af markaðsaðstæðum. Gengi krónunnar er sem fyrr segir ákvarðað af markaði og endurspeglar geng- isvísitalan framboð og eftírspurn erlends gjaldeyris hér á landi. Með minnkandi aðild Seðlabankans að viðskiptum má með réttu segja að markaðsákvörðun gengisins byggist nú á sterkari grunni en áður. Þróun gengisvísitölu, hvort sem er innan dags eða milli tímabila, veitír Seðlabankanum og öðr- um markaðsaðilum betri upplýsingar um markaðsaðstæður hverju sinni og Seðlabankanum um leið hvort og hvenær sér- stakra aðgerða sé þörf, hvort sem um er að ræða inngrip á gjaldeyrismarkaðinn eða til breytinga á stýrivöxtum bankans. Meiri sveiflur í gengisvísitölu endurspegla einnig að stöðugt Hann erstærri og dýþri markaður en flesta grunar. koma fram nýjar upplýsingar sem breyta verði á markaði sem teljast verður mjög eðlilegt. Jafnframt sýna auknar sveiflur og minnkandi aðild Seðlabankans að viðskiptum þá staðreynd að millibankamarkaðurinn er það djúpur að ekki er þörf á stöðugum inngripum bankans. Afleiður Á undanförnum árum hefur orðið til jarðvegur lit- ríkrar flóru ijármálaafurða sem átti erfitt uppdráttar áður fyrr. Þessar tegundir viðskipta má einu nafni nefna afleiður. Nokkrar þeirra eru nefndar hér. Notkun framvirkra gjaldeyrissamninga hefur aukist veru- lega á síðustu árum. I framvirkum gjaldeyrissamningi er ákveðið í dag verð á gjaldeyri til afhendingar og greiðslu á ákveðnum degi í framtíðinni. Stundargengi, vaxtamunur við útlönd og tímalengd samnings ræður framvirku verði gjald- miðils. Framvirk gjaldeyrisviðskiptí eru notuð í margvísleg- um tilgangi og hafa í mörgum tilfellum áhrif á viðskipti, bæði á gjaldeyris- og krónumarkaði. Sem dæmi um notkunarsvið framvirkra samninga má nefna að þegar vextir eru hærri hér á landi en sambærilegir vextir erlendis er hvati fyrir útflytj- endur að selja væntanlegar gjaldeyristekjur framvirkt þar sem framvirkt verð er þá hærra en stundargengi. Einnig eru framvirk viðskipti notuð til að tryggja ákveðna stöðu sem gera má allar áætlanir út frá. Innflytjandi sem hefur t.d. þær Afleiðuviðskipti með gjaldeyri Innflytjandi, sem hefur t.d. þær væntingar að ákveðinn gjaldmiðill eigi eftir að hækka í verði umfram reiknað framvirkt verð á komandi mánuðum, getur tryggt sér ákveðið verð í dag til afhendingar og greiðslu síðar. 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.