Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2000, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.09.2000, Blaðsíða 39
VIDTflL Meira kjöt og minni fita „Við höfum fiutt inn svínastofna frá Noregi og Finnlandi og erum langt komnir með að skipta út gömlu íslensku svínunum fyrir miklu afurðameiri og hagkvæmari svínastofna. Nýju svína- stofnarnir nýta fóðrið betur og vaxa hraðar, gefa af sér meira kjöt og minni fitu.“ Helmingi lægra verö Ekki er hægt að taka viðtal við Kristin Gylfa Jónsson án þess að málefni svínabænda beri á góma því að svo mikla athygli heíur skörugleg forysta hans vakið. Kristinn Gylfi kom inn í stjórn Svínaræktarfélags Islands fyr- ir 15 árum, þá 22 ára gamall. Hann var varaformaður og gjald- keri í upphafi en tók við sem formaður árið 1988 og hefur gegnt því starfi síðan auk þess sem hann hefur starfað sem framkvæmdastjóri í hlutastarfi frá 1996. Hann lætur af því starfi á næstu vikum eða mánuðum. Kristinn Gylfi segir að áhersluatriði svínabænda hafi verið tvíþætt, annars vegar hafi félagið unnið að fræðslu og markaðsmálum og hins vegar barist fyrir því að bæta starfsumhverfi svínabænda. Nýtt erfðaefni hefur verið flutt inn. „Við höfum flutt inn svínastofna frá Noregi og Finnlandi og erum langt komnir með að skipta út gömlu íslensku svín- unum fyrir miklu afurðameiri og hagkvæmari svínastofna. Nýju svínastofnarnir nýta fóðrið betur og vaxa hraðar, gefa af sér meira kjöt og minni fitu. Við höfum barist fýrir því að ná niður ýmsum gjöldum. Við höfum einnig barist fyrir því að fá að nota fyrirbyggjandi sjúkdómavarnir á búunum. Upp úr 1990 fórum við að ná árangri og má segja að síðasti áratugur liðinnar aldar hafi verið um- breytingaskeið í svínaræktinni. Gríðarmikil framleiðni- aukning átti sér stað með nýjum svínastofnum, sér- hæfðum dýralækni svínasjúkdóma og nýrri tækni varð- andi fóðrun svína. I dag fáum við helmingi lægra verð fyrir svínakjötið en við fengum fyrir 15 árum. Vel rekin bú eru rekin með hagnaði af því að reksturinn er hag- kvæmur," segir hann. Imynd svínaræktar hefur eflst síðustu ár og mark- aðshluturinn hefur batnað með þeirri jákvæðu ímynd sem byggð hefúr verið upp í kringum búgreinina, bændurna og vöruna sjálfa. Svínabændur hafa lagt áherslu á að vera frumlegir og framsæknir varðandi markaðssetningu. Félagið fékk fjöregg Félags ís- lenskra matvælafræðinga í fyrra og segir Kristinn það mikla viðurkenningu fyrir framþróun, vöruþróun og markaðssetningu svínakjöts hér á landi. Höfurn trú á þessum búgreinum Þegar svínakjötsfram- leiðslan hófst í Brautarholti voru feðgarnir með innan við eitt prósent af framleiðslunni hér á landi en í dag eru þeir með rúmlega 30 prósent. Islendingar borða 17 kg af svínakjöti á mann á ári en borðuðu um 4 kg árið 1980. í dag borða Islendingar um 10 kg af kjúklingum á ári en kílóin voru aðeins þrjú fyrir 20 árum. Hvernig lítur framtíðin út? Kristinn Gylfi segir að af þeirri miklu uppbyggingu og fjárfestingu, sem fjölskyldan hefur lagt í með sínum samstarfsmönnum, sé greinilegt að þau hafi mikla trú á framtíðinni í þessum búgreinum. „Við höfum mikla trú á framleiðslu svínakjöts, eggja og kjúklinga. Við höfúm þá trú að kjötmarkaðurinn stækki í náinni framtíð og að sú stækkun komi að stærstum hluta til svínakjöts og kjúklinga. Við sjáum jákvæða stefnu í þróun skyndibita, t.d. eru nýjar kjúklingakeðjur með samninga við okkur og í dag eru hamborgarar vinsælastir með beikoni sem gefur þeim betra og fyllra bragð. Ekki má gleyma pizzunum þar sem skinka, pepperoni og beikon eru vinsæl. Við sjáum fyrir okkur sterka stöðu þessara afurða í breyttu neyslu- mynstri Islendinga. Við eigum góða möguleika á að auka hag- kvæmni og geta þannig mætt kröfum um hagstætt verð á góð- um vörum. En við viljum líka að það fari saman góðar og holl- ar afurðir og sanngjarnt verð. Við erum að gera okkur í stakk búna til að auka framleiðslu okkar og hagkvæmni. Það er ánægjulegt að heildarkjötneysla er að aukast og við vonum að hún geri það áfram. Við höfum hins vegar trú á þvi að sú hlut- deild komi að stærstum hluta til þessara búgreina. Allar okk- ar athafnir sýna að við höfum trú á þessari starfsgrein." S3 HcmdiAnmð ár fyrsta flokks hráefni. kálfskmni og hlýraleðri. V Sérmerkjum með nafni eða vöramerki. Jundamöppur Sölumöppur /Jafnspjaldamöppur fJafnspjaldahylki Dagskinna Seðla- og kortaveski Cyklaveski og margt fleira LEÐURIÐJAN ehf atson@simnet.is 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.