Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2000, Blaðsíða 100

Frjáls verslun - 01.09.2000, Blaðsíða 100
RÁÐNINGAR Til íslands á „hausaveiðar" Svokallaðar hausaveiðar, eða „head-hunting“, við ráðningu í starf stjórnenda hafa aukist til muna í heiminum og heldur sú þróun enn áfram á næstu árum. Aðalástæð- an fyrir þessu er sú að það vantar sár- lega góða stjórnendur en þeir eru allt of fáir sem fram að þessu hafa komið til greina í slík störf, að sögn Trond Larsen og Gunnars Hanssen hjá ráðn- ingarþjónustunni MRI Worldwide á Norðurlöndum, en þeir voru hér á landi nýlega. Þróunin er ekki bara einhliða, þ.e.a.s. að íslensk fyrirtæki ráði sér erlenda stjórnendur, heldur er markaðurinn fyrir íslenska stjórnendur og sérfræðinga að opnast á alþjóðavettvangi. í upplýsíngatækni MRl er þéttriðið net ráðningarskrifstofa út um allan heim. Skrifstofurnar eru 2.400 talsins og leggja starfsmennirnir ríka áherslu á það að finna rétta einstaklinginn í starfið, stunda það sem kallað er „hausaveiðar“, og það ekki síst á alþjóðamarkaði. Larsen og Hanssen hafa nokkurra ára reynslu af hausaveiðum og telja að þörfin fyrir þá ráðningarað- ferð sé að opnast upp á gátt. Atvinnumöguleikar stjórnenda og sérfræðinga eigi eftir að aukast gríðarlega. Þetta gildir sérstak- lega um þá sem starfa á sviði upplýsingatækni. „I dag eru stjórnendur yfirleitt af eldri kynslóðinni og þeir einstaklingar eru færri en í yngri aldurshópunum. Við bætist að unga fólkið hefur sumt dregið sig til baka svo að það er skortur á stjórnendum. í Bandaríkjun- um er hver stjórnandi að meðaltali tvö ár á sama stað. I Sílikon-dalnum í Bandaríkjunum starfar hver sérfræð- ingur að meðaltali í 143 daga á hveij- um stað. I Noregi vantar 70 þúsund manns í upplýsingatækni, svipað er uppi á teningnum á hinum Norður- löndunum og í heiminum öllum er vandamálið það sama. Toppstjórnend- ur fá að meðaltali Jjögur til fimm tilboð á hverju ári,“ segir Larsen. 50 eiga möguleika Vinnumarkaður- inn hefur breyst gríðarlega siðustu tvö árin og á eftir að breytast enn frekar á næstunni eftir því sem rafræn viðskipti aukast. Ixmdamæri skipta ekki jafn miklu máli og áður. „Margir hæfir íslendingar eru að hasla sér völl í net- viðskiptum og í tölvuiðnaði. I dag er auðvelt að panta vörur og þjónustu á Netinu en ekki jafn auðvelt að flytja vöruna til neyt- andans. Frá norskum sjónarhóli eru Islendingar mjög alþjóð- legir. Að minnsta kosti 50 Islendingar, sem þegar taka þátt í við- skiptum á alþjóðavettvangi, hafa mikla atvinnumöguleika er- lendis nú þegar,“ segir hann. En hvað eiga íslenskir stjórnendur, sem hafa áhuga á að komast í starf erlendis, að gera? „Hafa samband við Guðnýju hjá Strá,“ svarar Larsen að bragði og minnir á að Strá sé hluti af neti MRI. Skrifstofurnar miðla upplýsingum sín á milli, bæði um laus störf og vænlega kandídata og þannig geta möguleik- arnir opnast. BD Eftirsþurn eftir hœfum stjórnendum eykst stöðugt á alþjóðamarkaði. Islenskir stjórn- endur eiga mikla möguleika á að hasla ser völl erlendis. Tveir Norðmenn, sem voru hér á landi nýlega, höfðu upplýsingar um sex stjórnendur og hugbúnaðarmenn í farteskinu pegar peir héldu utan aftur. Þessir stjórnendur voru í hópi peirra sem komu til greina í ákveðin störf erlendis. Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Mynd: Geir Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.