Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2000, Blaðsíða 103

Frjáls verslun - 01.09.2000, Blaðsíða 103
VÍNUIVIFJÖLLUN SlGMflRS Hreindyr Vín með hreindýri eru ekki eins afgerandi og með rjúpum. Þess vegna má segja að það sé erfiðara að velja gott rauðvin með hreindýri en íjúpum. Af ágætum vínum á viðráðan- legu verði, sem passa vel með hreindýri, mætti nefiia ástralska vínið Wolf Blass President’s Selection á kr. 1.820,- sem er Caber- net Sauvignon og Gote de Beaune frá Joseph Drouhin á kr. 1.290,- Þetta eru búrgúndarvín og þess vegna pressuð úr pinot noir þrúgunni. Þá er Chateau d’Armaihic 1992 á kr. 4.230.-, al- deifis frábært vín með hreindýri - vín sem er í senn öflugt en þó afar ljúft. Skemmtilegt vín og einkar þægilegt er Beringer, North Coast Zinfandel á kr. 1.540,- Zinfandel þnigan er kaffi út af íýrir sig, viðkvæm en þó með sterk séreinkenni sem eiga vel við hreindýrakjötið. Riesling þrúgur. Önd og gæs Af íslenskri villibráð er sennilega hvað auðveldast að finna heppileg vín með gæs og önd. Af vínum í lægri verð- flokkum mætti benda á ástralska vínið Hardy’s Nottage Hill Cabernet Sauvignon Shiraz á kr. 1.260,- og hið létta og ljúfa búrgúndarvín Laforet Beurgogne Pinot Noir á kr. 1.240.- Frá- bært vín með gæs og önd er gæðavínið Torres Penedes Mas la Plana Gran Coronas á kr. 3.710,- sem er aldeilis frábært verð miðað við gæði. Það er hins vegar mjög erfitt að finna heppilegt vín með önd sem borin er fram með appelsínusósu þar sem app- elsínusósan er bæði súr og sæt. Fyrir allmörgum árum var ég á litlum veitingastað í París þar sem mælt var með önd með ljúf- fengri appelsínusósu. Á næsta borði sátu ijórir herrar sem allir voru að snæða stolt hússins, einmitt þennan rétt. Vinið sem þeir drukku kom mér ekki kunnuglega iýrir sjónir (eða réttara sagt miðinn á flöskunni). Ég spurði þjóninn hvað herrarnir drykkju með öndinni og hann sagði að það væri Chateau Musar frá Lí- banon. Við fengum okkur flösku af þessu líbanska víni og það verður að segjast eins og er að þetta stórgóða vín passaði frábær- lega með öndinni með appelsínusósunni, flaskan af Chateau Musar kostar kr. 2.370.- Sjófuglar Nokkuð flókið er að finna heppilegt vín með sjófugl- um. Af sjófuglum er sérstakt bragð sem kemur úr fitunni og kjöt- ið er aðeins salt. Þess vegna er iðulega sett vínedik í sósuna og jafn vel gráðostur. Það er því ekki út í hött að drekka hvítvín með sjófugfi, þ.e.a.s. svartfugfi. Frábært vín með honum er Rene Mure Tokay Pinot Gris á kr. 1.390.- Þetta vín er létt og frískandi, hæfilega kryddað og rétt aðeins sætt. Þá er einnig hægt að mæla með Hugel Riesfing á kr. 1.280.- Af ágætum rauðvínum með svartfugli mætti nefna Wolf Blass Yellow Label á kr. 1.400.- og Montecillo Vina Monty Gran Reserva á kr. 1.560.- frá Rioja. Lax og silungur En ekki má gleyma því að lax og silungur eru einnig villibráð. Ljómandi er að drekka gott rauðvín með graf- laxi. Beaujolais er einnig frábært með graflaxi en líka þurrt sérrí, t.d. Tio Pepe Fino. Það er sem sagt nokkuð flókið að finna heppilegt vín með villibráðinni, hver og einn verður að fara eftír sínum eigin smekk og eins og áður hefur komið fram fer það nær algjörlega eftir sósunni. Þó má segja að vínin úr Rhonar- dalnum í Frakklandi séu einkar heppileg vín með villibráð. Fyr- ir þá sem finnst þessi vín of afgerandi má mæla með góðum Saint Emilion vínum, það er þó ekki nóg með að af villibráðinni sé mikið bragð og með þeim fylgi magnaðar sósur, heldur er oft haft með rauðkál, berjasulta og ávextír, eins og eplasalat og per- ur. Allt gerir þetta, eins og áður sagði, flókið en um leið skemmtí- legt að velja gott vín með villibráð. Til að fá upplýsingar um hvort þau vín sem hér hafa verið nefnd eru til skal bent á vefsíðu ÁTVR sem er www.atvr.is, þá er hægt að fá þessi vín í Heiðrúnu, Stuðlahálsi 2. Síminn þar er 560 7706. Sigmar B. Hauksson mælir með eftirtöldum vínum með villibráð. Mynd: Geir Olafsson Vín með rjúpum Cote-rotie kr. 3.450.- sérpöntunarflokkur Crozes-hermiage les Jalets kr. 1.570,- sérpöntunarflokkur Gaja Langhe Sitorey kr. 3.190.- B-flokkur Masi Campofiorin Ripasso kr. 1.300,- Vín með hreindýri Wolf Blass President's Selection Shiras kr. 1.890,- sérpöntunarflokkur Cote de Beaune kr. 1.790,- B-flokkur Chateau d'Armaihic kr. 4.230,- sérpöntunarflokkur Beringer North Coast Zinfande kr. 1.540.- Vín með gæs og önd Hardy's Nottage Hill Cabernet Sauvignon Shiraz kr. 1.260.- Laforet Bourgogne Pinot Noir kr. 1.240,- Torres Penedes Mas la Plana Gran Coronas kr. 3.710,- sérpöntunarfl. Chateau Musar kr. 2.370,- sérpöntunarflokkur Vín með sjófuglum Rene Muré Tokay Pinot Gris kr. 1.390.- Hugel Riesling kr. 1.290.- Wolf Blass Yellow Label kr. 1.400.- Montecillo Vina Monty Gran Reserva kr. 1.560,- Vín með graflaxi Tio Pepe Fino kr. 1.510,- 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.