Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2000, Blaðsíða 106

Frjáls verslun - 01.09.2000, Blaðsíða 106
„Eg hefí æ ríkari mœli snúið mér að verkstjórn þeirra verkefna sem eru í vinnslu en verksvið mitt hefur breyst, sveigst og snúist á ýmsa vegu frá því ég hófstörf." FV-mynd: Geir Ólafsson Ingibjörg Ingadóttir, Mekkano Eftir Isak ðrn Sigurðsson Ingibjörg Ingadóttir var tólfti starfsmaður Gæða- miðlunar þegar hún hóf störf sem verkefnastjóri í ágúst 1999. „A næstu vikum og mánuðum eftir að ég hóf störf stækkaði fyrirtækið mjög hratt og ári síðar voru starfsmenn orðnir 40. Það sýndi sig að ekki var vanþörf á einhverjum til að hafa yfir- umsjón með verkefnum og timavinnu,“ segir Ingibjörg. ,ýVuk þess var mitt hlut- verk að sjá til þess að verk færu ekki fram úr áætlun og að sjá um kostnaðaráætlanir og vefráðgjöf. Eg hef í æ rík- ari mæli snúið mér að verk- stjórn þeirra verkefna sem eru í vinnslu en verksvið mitt hefur breyst, sveigst og snú- ist á ýmsa vegu frá því ég hóf störf. Eftir sameiningu Gæða- miðlunar og GSP almanna- tengsla í september 2000 voru starfsmenn skyndilega orðnir 120. Hið sameinaða fýrirtæki, Mekkano, einbeit- ir sér að alhliða markaðs- samskiptum, markaðsrann- sóknum, birtingaþjónustu, ijölmiðlasamskiptum, graf- ískri hönnun, vefhönnun, gerð vefsvæða fyrir fyrir- tæki, vefráðgjöf, vefritstjórn og hýsingu. Stofnuð var ný deild/svið sem við köllum þjónustusvið og framtíðar- hlutverk mitt er að vera þjón- ustustjóri. Því starfi fylgir mikil ábyrgð og hlakka ég mikið til að takast á við það.“ Ingibjörg er fædd og upp- alin í Reykjavík árið 1964. „Eg er yngst í systkinahópn- um og á tvo eldri bræður. Eg var alltaf mikil strákastelpa, lék mér með bíla og bolta, enda var aðal áhugamálið á unglingsárunum handbolti með Víkingi. Eg varð nokkrum sinnum Islands- meistari í yngri flokkunum með því félagi. Eg fékk folald í fermingargjöf en það varð upphafið að hestmennsk- unni.“ Ingibjörg gekk í Foss- vogsskóla, Réttarholtsskóla og síðar í Kvennaskólann í Reykjavík, með það fyrir aug- um að verða þroskaþjálíi. „Eg sá fljótlega að það var ekkert vit í því að gerast þroskaþjálfi fýrir þau laun sem buðust - sem sagt „skítalaun". Að námi loknu í Kvennaskólanum fékk ég starf á auglýsingadeild DV þar sem ég kynntist prent- smíðinni. Eg fór að sækja námskeið hjá Prenttækni- stofnun í hönnun lógóa og auglýsinga og stefndi á graf- íska hönnun. Eftir 12 ára starf hjá Frjálsri fjölmiðlun flutti ég til Danmerkur og skellti mér í tveggja ára margmiðlunar- nám. Árið 1999 útskrifaðist ég síðan með gráðuna New Media Manager. Hálfu ári áður en ég lauk námi fékk ég vinnu hjá Gæðamiðlun, nú Mekkano, og er þar enn.“ Ingibjörg er í sambúð með Sigurði Viggó Halldórs- syni, sölumanni hjá Tengi, og á með honum soninn Pálma, 2ja ára. „Fyrir á ég Gauta Þorvaldsson, 10 ára, nemanda í Kópavogsskóla, og tvær yndislegar stjúpdæt- ur, Guðmundu Maríu, 18 ára, og Irisi, 15 ára. Aðal áliugamálið hjá mér er hestamennska en útivist og samvera með fjölskyld- unni er mér mikils virði. Mér finnst ég afar heppin að hafa fengið vinnu hjá Mekkano sem leggur áherslu á íjöl- skylduvæna starfsmanna- stefnu. Hjá okkur er til dæm- is engin stimpilklukka, starfsmönnum er einfaldlega treyst til þess að mæta stund- víslega til vinnu og skila af sér þeim tímum sem þeir eru ráðnir til að vinna,“ segir Ingibjörg.S!] 106
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.