Frjáls verslun - 01.11.2000, Síða 22
árangurinn sem skiptir mestu máli og að starfsmenn finni að þeir hafi gert
gagn; að vinna þeirra hafi haft tilgang."
OLGEIR KRISTJÓNSSON MflÐUR ÁRSINS
Saga EJS í stórum dráttum
1939: Einar J. Skúlason stofnar viðgerðarverkstæði í Reykjavík.
1955: Einar fær umboð fyrir Kienzle og Sweda.
1960: Helgi Þór Guðmundsson, núverandi stjórnarformaður EJS, ráðinn.
Hann hefur verið helsti þjónustumaður EJS í nær 40 ár en hefur
núna fært sig um set innan fyrirtækisins.
1981: Olgeir ráðinn til Einars J. Skúlasonar sem fyrsti tölvumaður fyrir-
tækisins.
1983: Beinulínukerfi bankanna. Einar býður búnað frá Kienzle og hreppir
hnossið í samkeppni við IBM, Digital, Ericsson og fleiri.
1983: Sex nýir starfsmenn ráðnir í hugbúnaðardeild EJS. Fjórir af þeim
eru þar ennþá, þeirra á meðal Snorri Guðmundsson tölvunarfræð-
ingur sem er núverandi framkvæmdastjóri sölusviðs.
1984-1985: Einar J. Skúlason gert að hlutafélagi. Einar selur þeim
Olgeiri Kristjónssyni, Kristjáni Auðunssyni, Bjarna Ásgeirssyni og
Helga Þór Guðmundssyni fyrirtækið.
1986: Hafin sala á PC tölvum - Victor.
1987: Helstu tölvuumboðin eru Kienzle, NCR, Microsoft, Sun, 3Com,
Victor, AST.
1988: Páll Freysteinsson, núverandi framkvæmdastjóri þjónustu- og hug-
búnaðarsviðs, ráðinn í hugbúnaðardeild fyrirtækisins.
1991: Olgeir Kristjónsson tekur við sem framkvæmdastjóri af Kristjáni
Auðunssyni..
1991: Tölvæðing Hagkaups boðin út. EJS fær samninginn með NCR og
AST í samkeppni við IBM, Digital og HP. Hugbúnaðurinn Retailer
Ifrá NCR valinn sem vörustjórnunarkerfi Hagkaups.
1993: EJS International stofnað. Útrásin hafin með sölu á MMDS vöru-
stjórnunarkerfinu (Retailer 1 aukinn og endurbættur) til dönsku
kaupfélaganna (FDB).
1995: MMDS selt 7Eleven í Hong Kong.
1996: Hugbúnaðarsviðið fær 9001 vottun.
1998: Þjónustusviðið fær 9001 vottun.
1999: Öll starfsemi EJS 9001 vottuð.
1999: Hugur hf. keyptur og helmingur í Gæðamiðlun (nú Mekkano).
2000: Hýsing, Klakkar, Mekka og Ipro stofnuð.
Ætíið þið að taka upp kaupréttarkerfi?
„Það eru miklar líkur á því. Það tengir starfsmenn betur við vinnustað-
inn og eignatengir þá í leiðinni. Kaupréttarkerfi hafa kosti og galla en
þau eru greinilega að verða tíðarandinn í stórum íyrirtækjum og verða
ekki umflúin. Við seldum starfsmönnum hluti í fyrirtækinu í fyrra og
hluthafar í EJS eru núna nálægt 700, þeirra á meðal eru flestir starfs-
menn. Með kaupréttarkerfi verður öllum starfsmönnum gert kleift að
eignast í fýrirtækinu, einnig nýjum starfsmönnum. En svona kerfi hef-
ur ýmsa vinkla. Það hefur til dæmis verið nefnt sem kostur við þau að
fyrirtækjum haldist betur á góðum starfsmönnum því þeir eigi erfiðara
með að hætta vegna þess að þeir missi þá réttinn á að kaupa hlutabréf
á góðu verði. A móti má spyija hvort sniðugt sé að halda starfsmönn-
um í einhvers konar gíslingu kaupréttarins? Eg tel að menn eigi að
vinna í fyrirtækjum vegna þess að þeir njóta vinnustaðarins og hafa
gaman af þeim verkefnum sem þar eru unnin. Vinna á aldrei að vera
þvinguð! Það á að vera gaman í vinnunni!"
UIVI VIÐSKIPTAVINI EJS...
Hvernig telur þú að þið komið viðskiptavinum ykkar fyrir sjónir?
„Það er eflaust misjafnt hvernig viðskiptavinirnir sjá okkur. Við förum í
gegnum það með þeim einu sinni á ári og spyrjum þá um vinnubrögð okk-
ar og frammistöðu, hvort við séum að gefa eftir og hvar við þurfum helst
að bæta okkur. Það gleður mig hve margir nefna í þessum könnunum að
EJS sé „heiðarlegt fyrirtæki" sem sé að bæta sig. Okkur virðist þvi miða
eitthvað fram á við. Það er hins vegar alltaf hægt að gera betur. Eg held að
við stjórnun fyrirtækja sé ekki nóg að hugsa um hvað þau séu að gera
heldur verði að veija jafn miklum tfrna í að spyija hvernig þau geri það,
hvernig hægt sé að bæta sig - að leitast sífellt við að bæta vöruna og þjón-
ustuna. Það er að mínu mati besta tryggingin fyrir því að varan sé eins góð
og hún er sögð vera. Með þessa hugsun í farteskinu er gæðanefndum
okkar ætiað að starfa."
Hvernig skilgreinið þið viðskiptavini ykkar hérlendis?
„Við störfum fyrst og fremst í þágu atvinnulífsins, fyrirtækin eru helstu
viðskiptavinir okkar varðandi kaup á búnaði, hugbúnaðarkerfum og þjón-
ustu. Þar liggur þunginn í umsvifum okkar og þar teljum við þekkingu
okkar og sérhæfingu njóta sín best. Af um 100 stærstu fyrirtækjum lands-
ins skipta um 40 við okkur. Stærstu viðskiptavinir okkar hér innanlands
22