Frjáls verslun - 01.11.2000, Síða 90
STJÓRNUN
Eina varanlega samkeppnisforskotid er hœfileikinn til ab lœra:
Hvað lifa fyrir-
tæki lengi?
Af hverju eru fyrirtæki til og
hvað lifa þau lengi? Þessu svar-
ar Hollendingurinn Arie de
Geus í bók sinni The Living
Company: Growth, Learning and
Longevity in Business sem vakið hef-
ur mikla athygli. Titill bókarinnar út-
leggst á íslensku „Hið lifandi fyrir-
tæki, vöxtur, lærdómur og langlífi í
viðskiptum".
De Geus starfaði hjá Royal
Dutch/Shell í yfir 38 ár í þremur
heimsálfúm og stýrði m.a. deild sem hafði það verkefni að
skoða framtíð fyrirtækisins í ljósi olíukreppunnar. Hann var
einn forvígismanna frægrar rannsóknar sem fyrirtæki hans
gerði á skipulagsheildum og líftíma fyrirtækja. Leit hans að
svari við spurningunni um það hvort það væri líf fyrir Shell eft-
ir olíuna leiddi til ennþá stærri spurningar: Hvað eru fyrirtæki
í raun og veru - og af hverju eru þau til og hvað lifa þau lengi?
Líftími margra fyrirtækja stuttur Umfangsmiklar rann
sóknir á líftíma fyrirtækja í Japan
og Evrópu hafa leitt í ljós að
LeitArie de Geus að svari við pví
kvortpað vœri líffyrir Shell eftir olí-
una leiddi til ennpá stærri spurning-
ar: Hvað eru fyrirtæki í raun og
veru? Afhverju eru pau til og hvað
lifa pau lengi?
Effir Gylfa Dalmann Aðalsteinsson Myndir. Geir Ólafsson
meðalævilengd fyrirtækja er aðeins
12.5 ár, óháð stærð þeirra. De Geus
komst að því að jafnvel stór, alþjóðleg
fyrirtæki deyja frekar ung - ekki
minna en þriðjungur fyrirtækja á
Fortune 500 listanum árið 1970 var
horfinn árið 1983. Meðallíftími fyrir-
tækja á Fortune 500 listanum er á
milli 40 og 50 ár. Hér er að mestu leyti
um að ræða meðalstór fyrirtæki sem
þegar hafa lifað af fyrstu tíu árin, en á
því tímabili deyja mörg fyrirtæki. I
sumum löndum lifa allt að 40% nýstofnaðra fyrirtækja skemur
en 10 ár.
Þrátt fyrir að flest fyrirtæki virðist ekki lifa nema í um hálfa
öld eru til fyrirtæki sem hafa bókstaflega lifað af aldaraðir
breytinga. Sænska fyrirtækið Stora, sem hóf starfsemi sína
við námuvinnslu á kopar og framleiðir í
dag m.a. pappír og trjákvoðu, er um
700 ára gamalt. Elstu rituðu heimildir
um þetta fyrirtæki eru frá árinu
1288. Bandaríska fyrirtækið
DuPont, sem er yfir 200 ára
Helsta ástœða
þess að mörg
fyrirtæki deyja
ung er sam-
kvœmt de Geus sú
að stjórnendur
þeirra eru ofuþþ-
teknir við efnahagsleg-
ar hliðar mála.