Frjáls verslun - 01.11.2000, Qupperneq 97
Eftir Vigdísi Stefónsdóttur
Asgeir Johansen er fram-
kvæmdastjóri Rolf Jo-
hansen & Company ehf.
sem er einn stærsti umboðsað-
ili hér á landi fyrir tóbak og
áfengi. „Við höfum breytt
nokkuð um stefnu að undan-
förnu og seldum frá okkur
bæði snyrtivöru- og matvöru-
deildirnar til að geta einbeitt
okkur að því að byggja upp
víndeildina,“ segirÁsgeir. „Nú
erum við með vín frá nánast
öllum heimshornum og leggj-
um sérstaka áherslu á að þjóna
veitingahúsunum vel. Við höf-
um bætt við okkur umboðum
og markmiðið er að vera fyrsti
valkostur veitingahúsa þegar
þau leita eftir samstarfsaðila
varðandi áfengi og tóbak en
um leið að vera með gott úrval
til sölu í áfengisverslunum
ÁTVR hverju sinni.“
Ásgeir segir áherslu fólks
hafa breyst nokkuð þegar vín
sé annars vegar. Frönsk, ítölsk
og spænsk vín hafi ekki lengur
sömu yfirburði og áður. „Eftir
að innflutningur áfengis var
gefinn frjáls í árslok 1995 hefur
víntegundum fjiilgað gífurlega
hér á landi og fólk hefur sýnt
áhuga á því að prófa tegundir
frá „nýja heiminum", þ.e. frá
Ástralíu, Kaliforníu, Suður-Afr-
íku og Suður-Ameríku, svo
nokkuð sé nefnL Þegar fólk
áttaði sig á því að það gat feng-
ið sambærileg gæði frá þess-
um nýju svæðum jókst salan á
tegundum þaðan,“ segir hann.
,Annars seljum við áfengi af
öllum tegundum, s.s. vodka,
gin, romm, freyðivín, kampa-
vín, koníak, armaníak, líkjöra,
bjór, o.s.frv. „Ég spái því til
dæmis að vodkinn okkar,
Iceberg, sem er frá Kanada,
slái í gegn á næstunni því
hann hefur gæðin til þess og
hefur farið sigurför þar sem
hann hefur verið kynntur."
Ásgeir er fæddur og uppal-
inn í Laugarásnum, yngstur,
ásamt tvíburasystur sinni, sex
systkina en hin eru Agnes,
Thulin, Svava, Berglind og
Kristín. „Það var gott að alast
upp í Laugarásnum og oft
mikið ijör heima hjá okkur
með alla þessa krakka," segir
hann. „Ég fór snemma að
stunda íþróttir og hef verið
viðloðandi þær nokkrar. Spil-
aði fótbolta með Þrótti frá sex
ára aldri en handbolta með
Þrótti og Ármanni til skiptis.
Við vorum nokkrir sem flökk-
uðum á milli félaga, svona eftir
því hvar best var að vera
hverju sinni. Svo prófaði ég
körfúbolta hjá IR og stundaði
hann um tfrna. Þar fyrir utan
hef ég stundað keilu mér til
ánægju, byijaði á því þegar
Keiluhöllin í Öskjuhlíðinni
opnaði. Ég álpaðist þar inn á
Reykjavíkurmót þegar ég var
15 eða 16 ára og lenti í 2. sæti.
Mér þótti gaman að þessu
sporti en myndi varla ná nein-
um árangri í dag, held ég. Ég
hef líka keppt í snóker, í 2.
deild, og hef mjög gaman af
þeirri íþrótt án þess þó að
kunna mikið fyrir mér.“
% M&á
;
>
Ásgeir Johansen, framkvœmdastjóri Rolf Johansen & Comþany ehf, „Það
vargott að alast uþþ í Laugarásnum. “ FV-mynd: Geir Olafsson
flsgeir Johansen,
Rolf Johansen & Company
Ásgeir fór í Verzlunarskól-
ann eftir grunnskólanám og
þaðan til Bandaríkjanna. Hann
ætlaði í University of North-
Carolina við Chapel Hill en
komst að því þegar hann sótti
um að hann vantaði svonefnt
SAT próf. Sú sem sá um inn-
ritunina taldi hann á að
sækja um í Guilford College
í Norður-Karólínufylki og
koma svo aftur að lokinni
einni önn svo fremi að hann
næði tilskilinni einkunn. Ás-
geir náði henni en ákvað að
vera um kyrrt þar sem hann
kunni ljómandi vel við sig í
þessum litla skóla. Þá hafði
hann kynnst þar eiginkonu
sinni, hinni japönsku Aki Is-
hise-Johansen. Þau eiga í dag
þijú börn og von á því fjórða
innan skamms.
Eftir skólann vann Ásgeir í
eitt ár hjá RJ. Reynolds
Tobacco Company þar sem
hann kynntist m.a. því að vera
sölumaður og ferðast um
hæðir Karolínu- og Virginiu-
ríkja og svo því að vinna á
dreifingardeildinni í höfuð-
stöðvum fyrirtækisins þar
sem hann segist hafa lært
margt nýtt og nýtilegt sem
komið hafi sér vel heima.
„Helstu áhugamál mín nú
eru heima við, þ.e. börnin mín
og kona,“ segirÁsgeir. „En ég
hef líka áhuga á því að horfa á
fótbolta, er „köttari“ og „pool-
ari“. Ég hef því miður ekki
komist á eins marga leiki og
ég hefði óskað hjá Þrótti en
bæti það upp með því að horfa
á Iiverpool í sjónvarpinu sem
og á ameríska fótboltann sem
ég hef einnig gaman af.“ Þar
fyrir utan stundar Ásgeir golf
eftir því sem tími vinnst til, „á
einum af skemmtilegustu
golfvöllum landsins, hjá golf-
klúbbnum Oddi.“ Hann segist
þó hafa allt of lítinn tíma til að
sinna áhugamálum sínum því
fjölskyldan gangi fyrir öllu
öðru. Ferðalög eru ekki á
áhugalistanum þvi þau eru
svo mörg og tíð í sambandi við
vinnuna.
„Ég hef það sem ákveðna
reglu að vinna ekki um helg-
ar þvi sá tími er helgaður íjöl-
skyldunni. Við búum í
Garðabænum og það er
hreint frábært hvað vel er
stutt við ijölskyldur með
börn þar. Bæjarstjórnin þar á
mikið lof skilið fyrir frammi-
stöðu sína,“ segir hann. S3
97