Fregnir - 01.05.1990, Blaðsíða 1

Fregnir - 01.05.1990, Blaðsíða 1
-1- FRÉTTIR FRÁ NVBF Undlrrituð sat stjómarfund Nordiska Vetenskapllga Bibllotekarieförbundet þann 30. aprfl s.l. Aðaláhersla var lögð á að reka endahnútlnn á sklpulagnlngu og famkvæmd þlngs samtakanna, sem haldið verður í Linköplng í Sviþjóð dagana 15. - 18. ágúst 1990. (SJá dagskrá í síðasta tölublaði FREGNA). Fáar umsóknir hðfðu borist frá íslandi og er full ástæða tll að minna á. að umsóknarfrestur rennur út þann 15. Júní. Tækifæri gefst á að taka þátt í IFLA þlnginu. sem haldið verður í Stokkhólmi í belnu framhaldi af þingi NVBF. Norræni sumarskóllnn 1990 verður haldinn í Kaupmannahöfn og verður að þessu sinnl fjallað um forvörslu og varðveislu safnefnis, en eyðing pappírs og annars efnls hefúr orðið bókavörðum aö síauknu áhyggjuefni. Námskeiðið er ekkl ætlað sérfræðingum, heldur hveijum og einum starfsmannl bókasafna, sem handleikur bækur, örfilmur, diskltnga og annað það efnl, sem ekki stenst tímans tönn. (SJá auglýsingu um þetta námskeið í þessu tölublaði FREGNA). Fulltrúar bókavarðasamtaka Eystrasaltsríkjanna hafa leitað til NVBF um aðstoð eða ráðgjöf til uppbyggingar rannsóknarbókasafna i löndum sínum. Ákveðið var að bjóða þjóðbókavörðum þessara landa að sitja ofannefnt þing NVBF. Auk þess mun aðstoð veitt við að byggja upp safnkost og skipuleggja verksvið safnanna. Féll sú vinna að mestu í hlut Flnna og Svía. Rúmenar hafa elnnig farið fram á hjálp. Litil þróun hefur orðið i málefnum bókasafna i landinu i áratugi. Auk þess brann háskólabókasafnlð í Bukarest i byijun ársins og neyðin er tilflnnanleg. Fjallað var um, hvemig NVBF gæti best komlð að notum i tllfellum sem þessum. Norðurlðndin eru vel sett og tvímælalaust aílögufær. Rúmenar hafa sjálflr stungið upp á að fá að senda fólk tll Norðurlandanna til að sjá og læra, hvemig bókasöfnin þar virka eða fá norræna bókaverði til sín. Kristín Bragadóttlr SKÓLAVARBAN Gerð hefur verið lokatilraun til að endurvekja starfsemi Skólavörðunnar sem er félag um málefni skólasafna. Aðalmarkmið félagsins er að efla íslensk skólasöfn á öllum stigum skólakerfisins. Bráðablrgðastjóm Skólavörðunnar skipa Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir, formaður, Guðrún Eyjólfsdóttir, varaformaður, Helga Skúladóttir, ritari, Þóra Óskarsdóttir, ritari og María Hrafnsdóttlr, meðstjómandi. Nýlega er komin út á vegum stjómarinnar SKÓLAVARÐAN, 1. tbl. - maí 1990.

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.