Fregnir - 01.05.1990, Blaðsíða 7

Fregnir - 01.05.1990, Blaðsíða 7
-7- í háskólum er verlð að velta þvi fyrir sér hvort eigl að setja kennslu í upplýsingaöflun á námskrá og þá myndu kennarar í hverrl greln bera ábyrgðina. Samkomulag er í burðarliðnum á milli konunglega safnsins og mann- og hugvísindadeilda Kaupmannahafnarháskóla um hvemig þeir ætli að skipta með sér ábyrgð á slíkri kennslu. Gamalreyndur bókavörður frá Oðlnsvéum vék að því hve alltaf væri erfltt að vekja áhuga nemenda á nytsemi notendafræðslu. Hann taldi söfnin eiga að gera nemendum sínum gylliboð en láta þá _um það sjálfa hvort þeir tækju þeim eða ekki. Hagfræðistúdent frá Árósum lýsti aftur á mótl frábærlega vel heppnaðri kennslu sem bókaverðir á Statsbiblioteket höfðu séð um og hann mælti elndregið með að værl skylda og lyki helst með prófi. Gallinn er sá að það vantar peninga í háskólanum, kennarar tíma ekki að sjá af kennslustundum úr námskelðum sinum og bókaverðir em hikandl að hafa frumkvæðið þvi kennslan skapar álag á þá og fáir vita í raun og veru hvort hún gerir gæfumuninn fyrir stúdentana. Þá var rætt um þátt embættis elns og Statens bibliotekstjeneste (áður Rigsbibllotekarembedet) og með hvaða móti það gæti stutt söfnin. Það var almannarómur að þróunln yrði í sðfnunum sjáilfum en kæml ekki ofan frá. Hins vegar gæti embættið stutt námsefnisgerð og átt vissan þátt í stefnumðrkun. Fulltrúl embættisins lagði reyndar fram skoðanir sínar á hvernig ætti að haga fræðslunni í háskólum/sérskólum. Snemma á námsferíl hvers og eins ætti að vera stutt kynning sem eingöngu mlðaðl að því að hvetja nemendur, svo þeir yrðu óhræddir og viljuglr að nýta sér safnlð. Síðar kæmu tvenns konar námskeið i 2-3 tima hvort: 1) Almenn kynning á hjálpargðgnum og góðar leiðbeiningar um notkun skráa. 2) Heimildaöflun. Sá þáttur falli inn í önnur námskeið t.d. um skýrslugerð. Þeir sem halda lengra i náml ættu einnig kost á ýtarlegri fræðslu, þ.m.t. leit í erlendum tðlvuskrám. Hann taldi tæknina ekki vera það nauðsynlegasta heldur þyrftu allir að hafa grundvallarskilning á hvemig maður ættl að ganga tll verks í helmlldaöflun sinnl. Tölvukerfl auðvelda að sjálfsögðu það verk. Fulltrúar bókasafnsnotenda staðfestu að þeim dytti sjaldnast bókasafri fyrst i hug þegar þeir stæðu ráðþrota gagnvart daglegum verkefnum. Upplýsingaöflun þeirra er fyrst og fremst félagsleg, þ.e. komin undir tengslum við aðra fræðimenn en ekki hugtakabundln, þ.e. að þeir leiti sklpulega að helmildum um þröngt efni. Málvísindamaður frá Árósum lýsti vel framtíðarsýn sinni á hvemig fræðimaður gæti með hjálp tðlvuneta leitað í smiðju hjá félögum sinum sem tengdir væm sama neti auk þess sem hann gætl skoðað skrár safna innanlands og utan frá sinu eigln skrifborðl. Hann taldl að bókasöfn ættu að útvikka skrár sínar með edls konar viðbótum frá því sem nú er t.d. heimildaleitum annarra, prófilum, listum yflr sérfræðinga, bókaskrám um sérefni, listum um grundvallarrit á tilteknum sviðum, tðlvupósti o.s.frv. Svo ættu þau að hafa ráðgefandi bókavörð fyrir afmarkaða samstarfshópa sérfræðinga. Bókaverðir yrðu að taka mið af hvernig venjulegir fræðimenn ynnu og hugsuðu. Er t.d. hægt að ætlast tll þess að tölvukerfl flnni rit eftir Jafn óljósum aðgreinandi þáttum eins og lit, .nýleg bók' Jbókin sem ég notaði í fyiTa' o.s.frv.? Hvort sem það er raunhæft eða ekki er engu að síður næsta skrefið að gera tólvuskrár safnanna sem auðveldastar viðfangs fyrir notendur. Gagnrýnin á margbreytilegar lnngöngulelðir í öll þau ógrynni af kerfum sem til eru er sanngjöm og beinist ekki sérstaklega að bókasðfnum. Það er sóun á tíma og hæfileikum þeirra sem vilja nýta tæknina til hins ítrasta að setja sig inn í fjölda leltaraðferða.

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.