Fregnir - 01.02.1991, Blaðsíða 1
-1-
ENDURMENNTUNARNÁMSKEIÐ Á VEGUM FÉLAGS BÓKASAFNS-
FRÆÐINGA j SAMVINNU VIÐ ENDURMENNTUNARNEFND
HÁSKÓLA ÍSLANDS
Dagana 15.-18. apríl n.k. verður haldið endurmenntunarnámskeið sem
ber yfirskriftina "Rannsóknlr i bókasafns- og upplýslngafræðum" í samvinnu
Félags bókasafnsfræðinga og Endurmenntunarnefndar Háskóla íslands.
Markmið þess er að kynna þátttakendum helstu aðferðir sem beitt er við
rannsóknir i bókasafns- og upplýsingafræðum og hagnýtt gildi þeirra.
Lýst verður rannsóknarferlinu, t.d. gerð rannsóknaráætlunar, vali úrtaks
og meðferð gagna. FJallað verður um gæðamælingar og notendakannanir.
Einnig verður fjallað um tðlfræði og úrvinnslu gagna í tölvu.
Kynntar verða rannsóknir, sem gerðar hafa verið á notkun bókasafna og
bent á hvernig styðjast megi við niðurstöður þeirra t.d. við uppbyggingu
snfnkosts og upplýsingaþjónustu.
Leiðbeinendur verða Niels Ole Pors, kennari við Danska
bókavarðaskólann (22 timar), Dr. Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur
frá Talnakönnun (4 tímar), og Dr. Helgi Þórsson forstöðumaður
Reiknistofnunar Háskóla íslands (4 tímar).
Efni þessa námskeiðs á svo sannarlega erindi til okkar allra. Það mun
t.d. auðvelda okkur að gera einfaldar kannanir á okkar vinnustöðum og
setja upp tölulegar upplýsingar á faglegan hátt. Niels Ole Pors sem verður
aðalleiðbeinandinn leggur áherslu á að við framsetningu efnisins er ekki
gengið út frá þvi að menn hafi þekkingu á tölfræði.
Bókasafnsfræðingum er bent á að innrita sig í tíma, þar sem gert er ráð
fyrir nokkrum undirbúningslestri. Innritun fer fram hjá
Endurmenntunamefhd Háskóla Islands í síma 91-694925
Frekari upplýsingar veita:
Sigrún Magnúsdóttir. Háskólanum á Akureyri
simi: 96-27855
Anna Torfadóttir. Borgarbókasafni
sími: 91-27155
Félag bókasafnsfræðinga
AUGLÝSING UM STYRK ÚR UTANFARARSJÖÐI B.V.F.Í.
Hér með eru auglýstir til umsóknar styrkir úr Utanfararsjóði
Bókavarðafélags íslands. Þeir einir koma til greina við úthlutun sem eru
skuldlausir félagar Bókavarðafélagsins.
í umsókn skal tilgreina:
- ástæður ferðar
- hvert ferð er heitið
- kostnaðarætlun og annan hugsanlegan fjárstuðning
Umsóknir skulu hafa borist stjórn Utanfararsjóðs Bókavarðafélags íslands
í síðasta lagi 15. apríl 1991 í pósthólf félagsins sem er 1497, 121
Reykjavík.
Nánari upplýsingar gefur Þórdís Þorvaldsdóttir s. 91-27155.
Stjórn Utanfararsjóðs B.V.F.Í