Fregnir - 01.02.1991, Blaðsíða 2

Fregnir - 01.02.1991, Blaðsíða 2
-2- FRAMHALDSNÁM t BÓKASAFNS- OG UPPLÝSINGAFRÆÐUM FJARKENNSLA University College of Wales, Department of Informatlon and Library Studies (áður College of Librarianship Wales) býður nú upp á mastemám i gegnum fjarkennslu. Námið er ætlað bókasafnsfræðingum í Bretlandi og löndum Evrópubandalagsins en bókasafnsfræðingum í öðrum löndum gefst kostur á að sækja um. Námið tekur 3 ár og er reiknað með nokkurra daga dvöl að sumri til i sumarskóla í Aberystwyth. Náminu er þannig háttað að nemendur fá senda heim lesllsta og nýsigögn og vlnna síðan ýmls konar verkefni og ritgerðir. Eftir að verkefnln hafa verið samþykkt er skrifuð lokaritgerð (20.000 orð). Um er að ræða tvenns konar gráður. Annars vegar M.Sc. í rekstri læknisfræðibókasafna og hins vegar M. Lib. gráða í stjórnun bókasafna. starfsmannastjómun, kerflsgreiningu og uppbyggingu salfnkosts. Einnig er boðið upp á sérhæflngu í þjónustu við böm og unglinga fyrir þá sem starfa í almenningsbókasöfnum og skólasöfnum. Þeir sem vilja afla sér frekari upplýsinga geta snúið sér til Upplýsingastofu um nám erlendis, Aðalbyggingu Háskóla íslands. Skrifstofan er opin alla virka daga nema þriðjudaga frá kl. 10-12 og 13-15 og siminn er 694585. Ásgerður og Karitas FRÁFBR Norræn samvinna Almennur félagsfundur var haldinn í Kennaraháskóla íslands 20. nóvember s.l. Fundarefni var: Norræn samvinna - NORDINFO, aðild FBR að NVBF. Kristín Indriðadóttir skýrði frá starfinu i NORDINFO og Kristín Bragadóttir frá NVBF. Fundargestir vom fáir en umræður urðu þó líflegar og fram kom að áhugi er á norrænu samstarfi. Sú hugmynd kom fram á fundlnum að þeir aðilar sem taka þátt í norrænu samstarfl hittist og ræði málin og hefur einn slíkur fundur verið haldinn. Þing NVBF var haldið í Linköping dagana 16.-18. ágúst s.l. Á þinginu vom aðeins þrir íslendingar, tveir sem hðfðu störfum að gegna og aðeins einn almennur þátttakandi. Líklegt má þó telja að það hafi fremur verið kostnaðurinn vegna þátttökunnar en áhugaleysi sem hélt íslendingum heima. AÐALFUNDUR Aðalfundur FBR var haldinn miðvikudaginn 30. janúar s.l. í bókasafni Hagstofu íslands. Stjórn félagsins skipa: Eydís Arnviðardóttir, formaður, Ingibjörg Árnadóttir, Sesselja Halldórsdóttir, Sigríður Sigtryggsdóttir og Viggó Gíslason. Úr stjóm gekk Gísli Ragnarsson. Nýir félagar á síðastliðnu ári eru: Edda Snorradóttir og María Huld Jónsdóttir, Háskólabókasafni, Hulda Ásgrimsdóttir, Námsgagnamiðstöð, Jóhanna Gunnlaugsdóttir, Gangskör, Ragna Steinarsdóttir, bókasafni Kennaraháskólans, Ragnhildur Bragadóttir, Stöð 2 og Rósa Sólrún Jónsdóttir, bókasafni SJómannaskólans. Að aðalfundi loknum sýndi Þóra Gylfadóttir bókavörður, safnið í nýju og glæsilegu húsnæði Hagstofu íslands.

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.