Fregnir - 01.02.1991, Blaðsíða 5

Fregnir - 01.02.1991, Blaðsíða 5
-5- Verkefni geta fallið undir eitt eða fleiri svið og er ætlunin að stofna til sérfróðra hópa til undirbúnings. Um þessar mundir er mikill áhugi á lið 2 og þegar búið að veita fé til þess að gera úttekt á stjóm og skipulagi stærstu norrænu rannsóknarbókasafnanna í ljósi efnahagslegra, félagslegra, tæknilegra og fleiri þátta sem áhrif hafa á stöðu safnanna og þróun um þessar mundir. í kjölfar þessarar skýrslu verður væntanlega boðað til frekari aðgerða, m.a. hugað að hvort skynsamlegt sé að styrkja menntun stjómenda á einhvem hátt. Fyrir utan frumkvæðisverkefnin er lögð áhersla á tvennt, þróunarverkefni og verkefni sem stöðugt þarf að vaka yfir (stöðlun, menntun, verkefnaþróun, samskipti við fjölþjóðastofnanir) og upplýsingastarfsemi (útgáfu, SCANNET). Stjórnin hefur bent á að ýmis framfaramál í upplýsingageiranum séu komin undir vissri sífellu eða stöðugri árvekni. Hér er t.d. átt við söfnun tölulegra upplýsinga, menntunarmál, stöðlun og samræmingu, samstarf á skyldum efnissviðum, útgáfustarfsemi og tengsl við Evrópubandalagið. Stjóm NORDINFO í stjóm NORDINFO hafa hingað til setið 14 manns. 3 frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð og 2 frá íslandi. Af þessum 14 hafa 5 manns (einn frá hverju landi) myndað framkvæmdastjórn. Stjórnin hefur komið saman tvisvar á ári en framkvæmdastjómin fjórum sinnum. Nú hefur ráðherranefndin ákveðið að frá og með áramótum 1991/92 verði fækkað í stjórninni í 9 manns og ísland fái aðeins einn fulltrúa en hin löndin tvo. Fyrirskipað er að "notendur" skuli eiga fulltxúa en fulltrúar bókasafna- og upplýsingageirans verði þó í meirihluta. íslenski fulltrúinn verður þá væntanlega úr þeim hópi. Þessi skipan mun hafa þær breytingar i för með sér að framkvæmdastjómin verður lögð niður en stjómin verður að hittast fullskipuð fjómm sinnum á ári. Staifshættir NORDINFO Stjórn NORDINFO hefur nú samþykkt að breyta í nokkm starfsháttum sínum til þess að tryggja að utanaðkomandi hugmyndir að forgangsverkefnum á hverjum tíma komist á framfæri. Æðstu stjórnsýsluembættum bókasafnamála í hveiju landi var því falið að boða til fundar þar sem auglýst væri eftir hugmjmdum að verkefnum sem fólki flnnst að NORDINFO ætti að láta til sína taka. Þar sem samstarfsnefndin hefur ekki verið endurreist eða yfirstjórn bókasafnsmála öðm vísi skipað dæmdist það á NORDINFO-fulltrúa að boða til sliks fundar og var hann haldinn í Kennaraháskóla íslands 23. jan. sl. Til hans vom boðaðir um 30 manns sem vitað var um að tækju nú þátt í norrænum samvinnuverkefnum eða sinntu embættum sem gjarnan hafa samskiptl við önnur sambærileg. 15 manns mættu á fundinn og ræddu annars vegar um hugmyndir að verkefnum og hins vegar hvernig við gætum skipulagt virkt samstarf innanlands á þessu sviði. Samþykkt var að stofna óformlegan stuðningshóp sem stæði á bak við þá sem væru í fremstu víglínu, s.s. NORDINFO-fulltrúa, þátttakendur í NVBF o.fl. í hópnum verði á hverjum tíma tenglar í einstökum samstarfshópum eða verkefnum og aðrir þátttakendur í norrænni samvinnu. Leynist einhverjir fleiri einlægir áhugamenn um málefnið eru þeir vinsamlegast beðnir að hafa samband við Kristínu Indriðadóttur í bókasafni Kennaraháskólans (sími 688700, fax 688837).

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.