Fregnir - 01.02.1991, Blaðsíða 7

Fregnir - 01.02.1991, Blaðsíða 7
-7- PEPSY norrænn gagnabrunnur um uppeldis- og menntamál Stærstu bókasöfnin á sviði uppeldis- og menntamála í Danmörku. Finnlandi, Noregi og Svíþjóð hafa í nokkur ár átt og rekið norrænan gagnabrunn um uppeldis- og menntamál, PEPSY. Frá og með áramótum 1990/91 tekur bókasafn Kennaraháskóla íslands þátt í þessu samstarfi og á og rekur gagnabrunninn til jafns við hin söfnin fjögur. í stjórn gagnabrunnsins eru tveir fulltrúar frá hveiju landi, einn frá hlutaðeigandi bókasafni og annar fulltrúi notenda. Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála hefur verið beðin að tilnefna fulltrúa notenda. f gagnabrunninum eru núna u.þ.b. 20.000 færslur á tímaritsgreinar, bækur, skýrslur og önnur rit um uppeldis- og menntamál og bama- og unglingasálarfræðl sem gefln hafa verið út í þessum löndum síðan árið 1980. Skráningin fer fram í hverju landi fyrir sig og er nokkuð mismunandi hve margar skráningarfærslur söfnin senda í brunninn. Bókasafn KHÍ mun fyrst um sinn aðeins senda færslur á ritsmíðar sem eru á öðrum málum en íslensku. Gagnabrunnurinn er vistaðúr hjá íyrirtækinu UNI-C, Vermundsgade 5 2100 Kobenhavn 0, og er hægt að leita í honum í gegnum háskólanetið. Skráningargjald við móttöku notendanafns og lykilorðs er DKK 250,00 og árgjald er einnig DKK 250,00. Kostnaður við leit í gagnabrunninum er DKK 3,30 á mínútu. Einnig er hægt að biðja bókaverði í Kennaraháskólanum að leita í brunninum. Nánari upplýsingar veitir Kristin Indriðadóttir bókavörður í bókasafni Kennaraháskóla Islands í síma 91-688700. Kristín Indriðadóttir. IFLA RAÐSTEFNUR NÆSTU ÁRA. 1992 Á INDLANDI 1993 í BARCELONA Á SPÁNI 1994 ÁKÚBU 1995 í BÚLGARÍU EÐA TYRKLANDI 1996 í KÍNA 1997 Í KANADA NÝÚTSKRIFAÐIR BÓKASAFNSFRÆÐINGAR j FEBRÚAR 1991 OG HEITI A LOKAVERKEFNUM ÞEIRRA - Inga Björg Sverrisdóttir: Aðföng kortaefnis - Regína Eiríksdóttir: Bóka- og skjalasafnamál á íslandi (Ásamt öðrum) - Svelnbjörg Sumarliðadóttir: Efnislykill að árbókum Ferðafélags íslands 1975-1990. (Ásamt öðrum)

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.