Fregnir - 01.02.1991, Blaðsíða 8

Fregnir - 01.02.1991, Blaðsíða 8
-8- 19, Arsmng internatiqnal assqciatiqn PF SCHOOL LIBRARIANSmP Dagana 8.-12. júlí 1990 tók ég þátt í árlegu þingi alþjóðlegu skólasafnvarðasamtakanna í Umeá i Sviþjóð. Ársþing þessara samtaka var haldið hér á landi 1985 á Hótel Sögu og þá sat ég í undirbúningsnefnd og hafði í nógu að snúast meðan þlnglð stóð yfir. í þetta skiptið ákvað ég að sitja þingið sem venjulegur þátttakandi. Ég fékk styrk úr utanfarasjóði BVFÍ og kann ég sjóðsstjórninni bestu þakkir fyrir. Tveir þátttakendur voru frá íslandi, ég og Sigrún Klara Hannesdóttir sem er varaformaður samtakanna. Hún mættl nokkrum dögum á undan mér til að taka þátt í stjórnarfundi og nefndastörfum. Umeá sem liggur norðarlega i Svíþjóð við ána Ume. er ákaflega falleg borg. kölluð borg bjarkanna, vegna fjölda birkitrjáa sem prýða stræti og torg. Bærinn er miðstöð heilsugæslu og menntunar i Norrlandi eða Norður Sviþjóð og hafa íbúamir atvinnu sina mestmegnis cif þjónustu. Þingið var haldið í stærsta framhaldsskóla bæjarins, Dragonskolan, sem likist mjög að stærð og sklpulagi Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, þar sem ég vinn. Skólasafnið var einnig skemmtllega líkt, húsnæði að vísu mínna. en starfsfólk Jafn margt,. bindafjöldi meiri og fjárveiting talsvert rýmri. Munaði þar mestu um nýlegcin samning við iðnfyrirtæki á svæðinu. sem sjá sér hag i að styrkja skólasafnið, með það í huga að fá til sín vel menntaða starfsmenn i framtíðinni. Stefna sem er athyglisverð. og mætti koma á framfæri hér á landi. Þátttakendur á ráðstefnunni voru um 150 frá öllum heimshornum og fyrirlestramir voru fjölbreyttir eftir þvi. Yfirleitt voru 2-3 fyrirlestrar í gangi á sama tima, og þvi varð að velja og hafna. Ég hlustaði m.a. á fyrirlestra um sagnfræðiverkefni á skólasafni i Bandarikjunum. samvinnu almennings- og skólasafna í Noregi. tímaritaskrár f. skólasöfn í Ástralíu, um bamabókaútgáfu í Nicaragua, samvinnuverkefni eða temavinnu í litlum skóla í Svíþjóð og tók þátt i simaráðstefnu eða fundi með skólasafnvörðum í Ástralíu. Á þessum ráðstefnum er mikil áhersla lögð á bókmenntir og nokkrir fyrirlesaranna komu með dæmi um hvernig hægt er að vinna með bókmenntir á skólasafnl. Elnn athyglisverðasti bókmenntafyTirlesarinn kom frá Fiji-eyjum. Hann fjallaðl um þjóðsögur og frásagnarlist, sem enn er mjög lifandi á eyjunum. Hann hóf fyrirlesturinn með því að kveikja á kerti og tilkynnti okkur að nú væri töfrastundin runnin upp og fór að segja sögu. Hann hreif alla með sér og fólk fór að kalla utan úr salnum og tók þátt í sögunni. Þegar hann hafði lokið sinnl sögu tók sænskur sögumaður við og sagðl þarlenda útgáfu af sögunni. Við eigum okkar eígin útgáfu, sem er sagan um Einbjöm, Tvíbjörn og Þríbjörn... og það kom í ljós að mismunandi útgáfur voru viða til, en staðfærðar. Hann lýsti fýrir okkur þjóðsagnahefðum Fiji-eyja og vandamálum sem eyjaskeggjar eiga í varðandi bókaútgáfu og hvernig unnt er að sameina tvær mismunandi bókmenntahefðir, frásagnarlistlna og ritlistlna í skólascifninu. Kynnisferðir voru sklpulagðar og ég skoðaði m.a. skólasafn í framhaldsskóla og einnig samsteypusafn og svo aðalsafn bæjarbókasafnsins eða Stadsbiblloteket i Umeá. Það vakti athygli mína i öllum þessum bygginingum, hversu gróður er áberandi i öllum innréttingum og skemmtilegar gróðurvinjar staðsettar á milli húsa í lokuðum rýmum. I bæjarbókasafninu var mjög skemmtileg átthagadeild, en einnig er vel búið að innflytjendum, t.d. dagblöð á ólíklegustu tungumálum, þar á meðal Morgunblaðið.

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.