Fregnir - 01.02.1991, Blaðsíða 9

Fregnir - 01.02.1991, Blaðsíða 9
-9- Eitt kvöldið var boðið upp á bátsferð niður Vindelálven í stórum uppblásnum gúmmíbátum. Það þótti gríðarspennandi. Virðulegum skólasafnvörðum, allt upp í áttrætt var troðið í regngalla og gúmmístigvél og látnir klöngrast niður háan árbakkann niður að bátunum. Stjómendumir gerðu sér far um að fleyta okkur yflr flúðir og straumköst og urðu sumir rassblautir og skræktu ógurlega. A eftir var borðað í stóru tjaldi og boðið upp á kartöflur og salat og síðan var heilum silungi slengt á hvers manns disk. Þá varð nú upplit á sumum borgarbömunum í hópnum, en útiveran gerði það að verkum að alllr átu skammtinn sinn. Ráðstefnur IASL miðast við skólasöfn i gmnnskólum og hvernig unnt sé að tengja kennslu- og uppeldisfræðilega þáttinn við þann bókasafnsfræðilega. Umfjöllun um skólasöfn í framhaldsskólum er frekar lítil, helst á tölvusviðinu. Engar stórar nýjungar komu fram en margt athygltsvert, m.a. símaráðstefnumar, sem þegar er farið að nota hér á landi og hvemig staðið er að útgáfu efnislista valinna timarita fyrir skólasöfn í Ástralíu. Þessi tímaritalisti kallast Guldelines og er algjörlega verk eins manns í náinni samvinnu við þau söfn sem kaupa listann og kostnaði er haldið í lágmarki. Þessa hugmynd kynnti Sigrún Klara á fundi með bókavðrðum í framhaldsskólum fyrir stuttu og ef að líkum lætur gæti komist á samvinna milli Rannsóknastöðvar í bókasafna- og upplýsingamálum og skólasafna í framhaldsskólunum um útgáfu slíks lista. Þessi vika var verulega ánægjuleg og eiga Sviar heiður skilinn fyrir gestrisni og gott skipulag. Ingibjörg Sverrisdóttir. INTERNATIONAL ASSOCIATION QF SCHOOL LIBRARIANSHIP A call for presentations & papers 20th anniversary International Association of Scbool Librarianship july 23. - 27. 1991. Everett. Washington, USA. THEME: School Libraries in a Díverse World: providing the personal touch. CONTACT: Doris Olsen, Conference Director 920 Grand Avenue Everett, Washington, 98201 USA Is there someting interesting happening in your area that you would like to share? New project, programs, groups, ideas???? Please feel free to send information for the spring newsletter to: Lucille C. Thomas IFLA School Libraries Section Newsletter 1184 Union Street Brooklyn, New York 11225, USA Thank you for your support ÍBÚÐASKIPTI - OSLÓ - UM PÁSKANA íslensk hjón búsett við Kirkeveien 41 í Osló vilja gjarnan skipta á íbúð sinni við einhvern sem búsettur er á Reykjavikursvæðinu um páskana. Nánari upplýsingar veitir Kristin Indriðadóttlr bókasafni Kennaraháskóla íslands s. 688700.

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.