Fregnir - 01.04.1991, Blaðsíða 14

Fregnir - 01.04.1991, Blaðsíða 14
Nemavinna á bókasöfnum. Vinna nema í Bókasafns- og upplýsingafrœðum é bókasöfnum tengist kjaradeilu stundakenn- ara óbeint, þar sem stuðst var við taxta stundakennara þegar samið var um greiðslur fyrir nemavinnu. Flest söfn hafa hafnað bví að taka nema í námsvinnu í vetur og vilja þannig sýna samstöðu sína í verki. Þessar aðgerðir hafa verið sjálfsprottnar og sýnir bað ljóslega að flestir eru óánœgðir meö greiðslur fyrir bessa vinnu. Það er nú brýnt að taka samning þennan, sem gerður var milli Félags bókasafnsfrœðinga og Félagsvís- indadeildar Háskóla íslands, til endurskoð- unar fyrir nœsta skólaár. Hér er rétt að vekja athygli á bví að í samningi þessum var tekið mið af samningi kennara begar stunda- fjöldi var ákveðinn. Kennarar fengu í vetur umtalsverðar kjarabætur fyrir þessa vinnu og birtist nýr samningur beirra í Félagsblaði BK 1991;8(2 ) :1. Brevting á kiarasamningi. Gengið hefur verið frá samkomulagi um bókun 5 í kjarasaraningi FB og Fjármálaráðuneytis- ins frá 1987. Grein 1.3.1.3. I kjarasamningi orðist svo: "Telji stjórn stofnunar, að starfsmaóur hafi sýnt sérstaka hæfni við lausn erfiðra og vandasarara verkefna eða raeð öðrum hætti, er stjórninni heimilt að fengnu sambykki fjár- málaráðuneytisins að ákveða starfsmanni laun 1-2 launaflokkum hærra en getur í 1.3.1.1.” Grein 1.3.1.4. orðist svo: "Við bað skal miðað, að fyrri hæfnisflokkur skv. 1.3.1.3. náist eftir 1 ár I starfi og hinn síðari eftir 3 ár í starfi." 14

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.