Fregnir - 01.09.1991, Blaðsíða 4

Fregnir - 01.09.1991, Blaðsíða 4
Fréttatilkynning LESRÍM 1992 Lesrím 1992 er dagatal helgað íslenskri bamabókaútgáfu en jafnframt er það uppsláttarrit um afmælisdaga höfunda og myndskreytingafólks. Myndimar þrettán sem skreyta dagatalið eru teknar úr íslenskum bamabókum sem út komu á tímabilinu 1695-1946. Teikning á forsíðu er káputeikning eftir Halldór Pétursson úr bók Stefáns Jónssonar, Vinir vorsins. Aðrir listamenn sem eiga myndir í dagatalinu eru Ásgrímur Jónsson, Barbara M. Ámason, Muggur, Tryggvi Magnússon og þýski teiknarinn Fritz Berger sem myndskreytti fyrstu útgáfur Nonna-bókanna. Þar er jafnframt síða úr fyrsta stafrófskverinu (1695), fyrstu eiginlegu bamabókinni (1780), fyrstu myndabók sem gefm var út fyrir ís- lensk böm (1853) og forsíöa Æskunnar sem er elsta íslenska bamablaðið sem enn kemur út. Á sérstakri síðu eru stuttir skýringartextar á íslensku og ensku. Þar er sagt frá höfundum, myndlistarmönnum og efni bóka. Tilgangurinn með útgáfu þessa dagatals er að kynna íslenskar bama- og ungl- ingabækur og hvetja til bóklesturs og málræktar. Auk þess að vera falleg veggskreyting er dagatalið einnig varanlegt uppsláttarrit því getið er fæðingar- daga allflestra þeirra höfunda og myndskreytingarmanna sem lagt hafa sitt af mörkum í þessum málaflokki. Oft er erfitt að finna afmælisdaga, en þær upplýs- ingar koma að gagni við hvers konar kynningu á bamabókum, auk þess em þær forvitnilegar fyrir áhugafólk um bamabókmenntir, bókaverði, kennara, fóstrur, foreldra og ýmsa aðra. Að baki þessa dagatals er Lindin hf., útgáfa og dreifmg, ungt fyrirtæki í eigu fimm bókasafnsfræðinga. Næstu verkefni Lindarinnar eru útgáfa tveggja bóka: Skáldatals, sem geymir æviágrip íslenskra höfunda bama- og unglingabóka, og Ævintýraleiða, sem í eru söguþræðir um 900 bama- og unglingabóka. 2. sept. 1991 Linditi hf., útgáfa og dreifing Pósthólf7101 127 Reykjavík

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.