Fregnir - 01.07.1994, Blaðsíða 3

Fregnir - 01.07.1994, Blaðsíða 3
FREGNIR Guðrún Karlsdóttir, Háskólabókasafni: Greinasafnskerfið í Gegni II Greinasafnakerfið í Gegni er bókfræðilegt gagnasafn sem tekur til greina í íslenskum blöðum og tímaritum. Ætlunin er að skrá einnig í gagnasafnið greinar sem fjalla um íslenskt efni eða eru eftir íslenska höfunda í íslenskum tímaritum og blöðum. Þjóðarbókhlöðusöfn hafa umsjón með skráningu í greinasafnið og kveða á um skráningarhætti og umfang. Önnu þátttökusöfn Gegnis og fleiri aðila skrá inn efni í samráði við söfnin tvö. Vinna við greinasafnakerfið hófst síðari hluta árs 1992. Fyrst fór fram tilraunaskráning og aðlögun að skráningarþættinum samkvæmt þeirri prófun. Snemma árs 1993 hófst skipuleg skráning greina úr völdum tímaritum. Tekinn var saman listi um forgangsröð í samráði við upplýs- ingadeildir safnanna sem fást við greinaskráningu og ræður notkun þar mestu. Fært er inn á sérhannað eyðublað hvar verk er statt hveiju sinni. Þar kemur fram heiti tímarits, árg./hefti/tbl. og útgáfuár, hvort það er lyklað, hvort útdráttur fylgir bókfræðilýsingu, hvort búið er að yfirlesa og færa inn leiðréttingar og að lokum færslufjöldi fyrir tímaritið í heild. Prófarkalestur og leiðréttingar fara fram eftir á þegar allt efni viðkom- andi tímarits hefur verið slegið inn. Gefur sú aðferð m.a. betri yfirsýn yfir nafnmyndaskrá en sú að lesa jafnóðum yfir en villur liggja hins veg- ar heldur lengur inni í færslunum óyfirlesnum en ella. Notendur eru beðnir velvirðingar á þessu en líklegt er að þessi háttur verði hafður á meðan afturvirk skráning greina stendur yfir. Samtímaskráning er aftur á móti lesin yfir jafnóðum. 3

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.