Fregnir - 01.07.1994, Blaðsíða 4

Fregnir - 01.07.1994, Blaðsíða 4
FREGNIR Efnisorð hafa hingað til verið gefin eftir á að undanskildum þeim sem sett voru inn í tilraunaskráningunni. Ekki hefur verið nægur mannafli til þess að lykla allt efni sem slegið er inn í kerfið og bíður sú vinna betri tíma. Útdrættir voru slegnir inn með fyrstu tilraunafærslunum en ætlunin er annars að skanna inn þá útdrætti sem greinum fylgja og spara þannig innsláttarvinnu. Efnisskrár tímarita er unnt að draga út úr greinasafnskerfinu og þannig má gefa þær út með hæfilegu millibili. Auk þess er settur í hveija færslu kóti, einn eða fleiri, sem gerir það mögulegt að draga út úr kerfinu skrár um tiltekin efnissvið t.d. allt sem skrifað hefur verið á sviði jarðfræði eða grasafræði o.s.frv. og gefa út sérefnisskrár. Annar kóti er miðaður við samvinnu við aðra gagnabanka og þannig merktar færslur eru afrit- aðar eftir þörfum og fluttar í tölvutæku formi í annan/aðra gagnabanka svo sem erlenda gagnabanka á sérsviði (t.d. PEPSI). Færslur af þessu síðastnefnda tagi fá efnisorð á ensku auk íslensku en auðvelt er að úti- loka ensku efnisorðin í útprentun/útgáfum sem miðast við íslenskar þarf- ir. Um mánaðarmótin maí/júní 1994 var búið að skrá um 17.000 greinar í greinasafnakerfið. Tímaritin eru þessi: Andvari, Birtingur, Bókasafnið, Flóra, Glæður, Gripla, Grímnir, Himili og skóli, Hugur, íslensk félagsrit, íslenskt mál og almenn málfræði, íslensk sagnablöð, íslensk tunga, Jök- ull, Mímir, Náttúrufræðingurinn, Ný menntamál, Ný saga, Orðið, Saga, Sagnir, Sálfræðiritið, Samfélagstíðindi, Skíma, Skímir, Tímarit Háskóla Islands, Tímarit Máls og menningar, Uppeldi og menntun, Ulfljótur, Úti- vist, Víðförli og Þjóðmál. Unnið er að greinaskráningu fleiri tímarita. Rétt er að taka það fram hér að greinasafnakerfið er fyrst og fremst bók- fræðilegt gagnasafn en ekki eignaskrá safns/safna í líkingu við bóka- safnskerfið. Eignaraðild safns eða staðsetning í safni kemur því ekki fram í greinasafnakerfinu heldur aðeins heiti hýsils greinar, þ.e. tímarits- ins sem hýsir hana. Skráning tímaritanna sjálfra, íslenskra og erlendra 4

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.