Fregnir - 01.07.1994, Blaðsíða 8

Fregnir - 01.07.1994, Blaðsíða 8
FREGNIR viss millisafnalán væri nú háværari en nokkru sinni. Hann kom inn á kostnað við millisafnalán og var á þeirri skoðun að ríkið ætti ekki lengur að borga fyrir millisafnalán að fullu. Nú væri komið að neytandanum. BIBSAM, sem stóð fyrir þinginu, sendi fulltrúa sinn Jakob Hamesk sem varði tíma sínum í að tala um gjaldtöku. Þar sem BIBSAM virkar sem ráðgefandi aðili fyrir sænsk rannsóknarbókasöfn var erindi Jakobs víð- femt og náði yfir allan rannsóknarbókasafnageirann. Þar em nú allir sammála um að gjaldtaka sé nauðsynleg og langflest söfn í Svíþjóð hafa þegar samræmt gjaldskrá sína. Nú hafa sumir skólar á háskólastigi hafið markaðssemingu og reyna með ýmsu móti að lokka nemendur til sín. Hann lagði áherslu á það að nú stæðu háskólabókasöfn frammi fyrir því að þurfa að markaðssetja sig með sínum háskóla. Það geti beinlínis ráðið úrslitum fyrir framgang háskóla að hafa mjög frambærilegt bókasafn sem veitir skjóta, markvissa og ódýra þjónustu. Söfnin verða að búa sig undir samkeppni. Þetta er nýr hugsunarháttur sem við á Norðurlöndum höfum ekki staðið frammi fyrir áður. Fjallað var um hæfni starfsfólks sem vinnur við millisafnalán og gæði þjónustunnar. Það er kostnaðarsamt að hafa vanhæft fólk í millisafnalán- um - mistök eru dýr. Á þessu sviði er endurmenntun því nauðsynleg. í Svíþjóð stendur BIBSAM fyrir námskeiðum og í Noregi er það Riks- bibliotekstjenesten sem hefur slíkt á sínum snærum. Umhugsunarvert er að fram kom að í sumum landanna er ákveðinn tími ætlaður til lestrar fagtímarita samkvæmt kjarasamningum og á mjög mörgum söfnum var fastur liður að halda fræðslufundi fyrir starfsfólkið einu sinni í viku. Allt þetta stuðlar auðvitað að aukinni þekkingu og hæfni starfsfólks. Síðan kom röðin að fulltrúum Norðurlandanna að segja frá þróunarverk- efnum heima hjá sér eða samstarfsverkefnum innan Norðurlandanna. Þar var meðal annars rætt um eftirfarandi: 1) Tækni og möguleika geisladiska. Kynnt var lokaskýrsla vinnuhóps 8

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.