Fregnir - 01.07.1994, Blaðsíða 9

Fregnir - 01.07.1994, Blaðsíða 9
FREGNIR þar að lútandi. 2) LINDA kerfið frá Finnlandi var rækilega kynnt. Við hér heima höfð- um að vísu fengið að vita allmikið um það á opinni ráðstefnu í Reykja- vfk mánuði áður. 3) Norska SAMPER skráin var á dagskrá og þeir möguleikar sem hún býður uppá varðandi beinar pantanir tímaritagreina. 4) Nýjar tilraunir á norrænu UNCOVER, sem yrði í líkingu við UNCOVER þjónustuna í Bandaríkjunum í sambandi við að flýta af- greiðslu tímaritagreina. 5) Ný skýrsla ARIEL-tilraunarinnar sem NORDINFO studdi, og Há- skólabókasafn er aðili að, var rædd og möguleikar ARIEL í framtíðinni. Kerfið hefur ótvírætt vissa kosti fram yfir símbréf. 6) Að síðsutu var sagt frá GEGNI og þýðingu hans fyrir millisafnalán innanlands og utan. Þess ber að geta hér, að þáttur millisafnalána í GEGNI hefur nú verið tekinn í notkun á Háskólabókasafni. Eðlilega er starfsemin enn á tilraunastigi, en gleðilegt er til þess að vita, að engin meiriháttar vandamál hafa sýnt sig að svo komnu. Undirstaða virkra rannsókna er góður aðgangur að nýjum niðurstöðum sambærilegra rannsókna. Undirrtiuð er þeirrar skoðunar að íslenskar rannsóknir verði í æ ríkara mæli háðar öflugum millisafnalánum. Úti- lokað er að kaupa allt sem til þarf. Það gildir ekki einungis fyrir Há- skólabókasafn heldur einnig allar aðrar stofnanir sem hafa einhvers kon- ar rannsóknir innan sinna vébanda. 3

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.