Fregnir - 01.07.1994, Blaðsíða 18

Fregnir - 01.07.1994, Blaðsíða 18
FREGNIR Fundur forstööumanna almenningsbókasafna á Höfn 18.-20. maí 1994 Dagana 18.-20. maí s.l. komu forstöðumenn almenningsbókasafna á ís- landi saman til vorfundar á Höfn í Homafirði. Fundurinn var skipulagð- ur af starfsfólki Héraðsbókasafns Austur-Skaftafellssýslu. Á fyrsta degi fundarins vom flutt ýmis fróðleg erindi og meðal annars fjölluðu Sigríður Matthíasdóttir, Selfossi og Gísli Sverrir Ámason, Höfn um lestraráhuga bama og hvemig bókasöfn geta örvað hann. Sigrún Klara Hannesdóttir prófessor ræddi um siðfræði í almenningsbókasöfn- um, Guðmann Kristþórsson, Keflavík um þjónustumælingar í almenn- ingsbókasöfnum og Dóra Thoroddsen, Reykjavík um ættfræðiáhuga og hlutverk bókasafna í ættfræðigrúski. Þá var tekið til umræðu frá fyrri fundum málefni eins og samræmd gjaldskrá safna, kynning bókasafna og merki fyrir söfnin. Að þessum þáttum verður unnið áfram. Einnig var rætt um embætti bókafulltrúa rík- isins og samskipti embættisins og almenningsbókasafna í landinu. Loks fjölluðu þær Marta Hildur Richter Mosfellsbæ og Hulda Björk Þorkelsdóttir Keflavík um hlutverk Þjónustumiðstöðvar bókasafna. Að loknum fundi að kvöldi fyrsta fundardags var farið í gönguferð um Höfn, bókasafnið skoðað og loks haldið í kvöldferð upp i Lón og var þar grillaður humar. Fimmtudaginn 19. maí var fundi fram haldið árdegis. Voru umræðuhóp- ar skipaðir um eftirtalin efni: 18

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.