Fregnir - 01.12.1994, Page 9

Fregnir - 01.12.1994, Page 9
FREGNIR Erla S. Ámadóttir, hdl. HÖFUNDARRÉTTARLEG VANDAMÁL TENGD GAGNABÖNKUM. Ráðstefna þessi á vegum NORDINFO var haldin í Lyngby í Danmörku dagana 22 - 23. september 1994. Margir fyrirlesarar fluttu erindi um efnið og í lokin fóru fram pallborðsumræður, þar sem þátt tóku fimm manns, einn frá hverju Norðurlandaríkjanna. Undirrituð sótti ráðstefnuna og tók þátt í pallborðsumræðum af hálfu Islands. Hér á eftir fer lausleg frásögn af því sem fram kom á ráðstefnunni. Ráðstefnan hófst með erindi Peter Seipel, prófessors við Háskólann í Stokkhólmi. Hann leitaðist við að opna augu þátttakenda fyrir möguleikum tölvutækninnar og þeim áhrifum sem hún hefur haft og mun hafa á nýtingu hugverka. Seipel lagði áherslu á að í stað margmiðlunar ("multimedia") væri eðlilegra að tala um "multiworks on unimedia". Með því átti hann við að með margmiðlun gæti eitt hugverk tekið ótrúlegum breytingum á stuttum tíma og að erfitt væri orðið að flokka hugverk í einstaka flokka verka, bókmenntir, myndefni, o.s.frv. Seipel benti á að umfjöllunarefni ráðstefnunnar mætti nálgast bæði frá sjónarhóli höfunda, sem krefjast verndar, og frá þeim sjónarhóli að vemda þyrfti upplýsingafrelsi. Hann taldi að bæði löggjöf og tækni- búnaður gerðu kleift að vernda hagsmuni höfunda. A hinn bóginn gæti hagsmunagæsla höfunda haft í för með sér einokun og takmörkun á frelsi til upplysinga. Hugsanlega þyrfti að greina milli reglna um vernd verka í tölvutæku formi, sem hafa skemmtigildi h ("digital works of entertainment"), og verka í tölvutæku formi, sem hafa einungis að geyma upplýsingar ("digital works of information"). í lok máls síns lysti Seipel upplýsingatækninni sem þriðja birtingarformi verka, "compugraphy", á eftir handritun ("manugraphy") og prenti ("typography") og lýsti því að höfundarréttur ("copyright") yrði að víkja fyrir hinu óskilgreinda hugtaki "compuright". 9

x

Fregnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.