Fregnir - 01.12.1994, Síða 14

Fregnir - 01.12.1994, Síða 14
FREGNIR Þó engin allsherjarlausn hafi komið fram á ráðstefnunni á því hvemig leysa eigi þau höfundarréttarlegu vandamál sem tengjast skráningu efnis í gagnabanka, komu margar gagnlegar ábendingar þar fram. Áberandi var ótti manna við að aukin tölvuskrán- ing efnis myndi í raun takmarka aðgang almennings að efninu. það kann að gerast ef framboð á efni í prentuðu formi minnkar smám saman og ef rétthafar fara þá leið að takmarka aðgang að tölvuskráðu efni við tiltekna notendahópa. Mikilvægt er því að það takist að tryggja hagsmuni allra þeirra, sem hlut eiga að máli, höfunda, útgefenda og notenda. Skýrsla um norrænt SR-net Skýrsla um norrænt SR-net er komin út hjá NORDINFO. Verkefnið hófst í október 1991 en lauk snemma á árinu 1994. Áætlunin var að koma upp ISO-staðlinum SR í nokkrum upplýsingakerfum á Norðurlöndum. Meginmarkmiðin voru að gera notendum (end-users kleift að nálgast gögn úr gagnasöfnum á Norðurlöndunum, öðrum Evrópulöndum og Norður-Ameríku og auka þekkinguna á OSI- samskiptareglum almennt í norræna bókasafnaheiminum. Andrea Jóhannsdóttir^ kerfisbókavörður á Háskólabókasafni, tók þátt í verkefninu af Islands hálfu. Bókin heitir Nordic SR-Net. Esbo : NORDINFO, 1994. (NORDINFO-publikation ; 28) og fæst hjá Kristínu Indriðadóttur í bókasafni Kennaraháskóla íslands. S. 91-633866. Fax 91-633833. Tölvupóstfang kindr@ismennt.is Um skylduskil Hinn 26. - 29. október sl. sóttu undirrituð ensk-norræna ráðstefnu um skylduskil í Windsor á Englandi. Ráðstefnan, sem var haldin í samvinnu NORDINFO og British Library, fjallaði mest um skylduskil á öðru efni en því sem prentað er og þá einkum um söfnun og varðveislu efnis í tölvutæku formi. Það liggur fyrir að orðið er tímabært að endurskoða íslensku lögin um skylduskil, þar sem orðið hafa gífurlegar breytingar á útgáfuháttum síðan þau voru 14

x

Fregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.