Skólavarðan - 01.06.1984, Blaðsíða 1

Skólavarðan - 01.06.1984, Blaðsíða 1
nr. 8 SKOLAVARÐAN 2. tbl. 3. árg. 1984 Fréttabréf SkólavörCunnar: félagB ua aálefnl Bkólaaafna <1 í ARSÞING BÓKAVARÐAFgLAGS ÍSLANDS. Arsþing Bókavarðafélags íslands 1984 var haldið á Akureyri 5. maí s.l. Skólavarðan átti sex fulltrúa á þinginu, en nokkur breyting varð á þeim fulltrúum sem kosnir voru á aðalfundi, því ekki áttu allir heimangegnt. Þær sem sátu þingið fyrir hönd Skóla- vörðunnar voru: Kristín Björgvinsdóttir, Halldóra Kristbergsdóttir, Ragnheiður Sigurðardóttir, Sig- ríður Sigurðardóttir, Ingibjörg Sverrisdóttir og Kristín Fenger. A þinginu fóru fram venjuleg aðalfundarstörf BVFÍ. Frá ályktunarnefnd kom tillaga til ályktunar og var hún samþykkt með nokkrum breytingum og fylgir hún blaðinu. Þá var einnig samþykkt að hluti árgjalda 1984, sem mörgum hafa þótt alltof há, renni til aðildarfélaga eða um 8ooo kr. á félag, og einnig að árgjöld verði lækkuð í 4oo kr. f. 1985. Ýmis mál voru rædd á þinginu og mörg þeirra snertu málefni BVFÍ sem sambands og þær breytingar sem staðið hafa yfir s.l. tvö ár. -1-

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/284

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.