Skólavarðan - 01.05.1990, Blaðsíða 11

Skólavarðan - 01.05.1990, Blaðsíða 11
LYKILL. RIT UM BÓKFRÆÐI Eitt af því sem skólasafnverði- og reyndar alla sem vinna við einhverskonar upplýsingaöflun- vantar sí og æ eru bókaskrár og heimildalistar sem sýni hvað hefur verið skrifað um einstaka viðfangsefni til þess að hægt sé að hjálpa kennurum og nemendum að afla sér upplýs- inga. Er oft erfitt um vik því ekki eru gerðar neinar almennar skrár yfir efni tímarita og dagblaða hér á landi. Um þessar mundir er verið að hleypa af stokkunum ritröð sem ber nafnið "Lykill. Rit um bókfræði." Þessi rit verða gefin út á vegum Rannsóknastöðvar í bókasafna- og upplýsingamálum og er fyrsta heftið að koma út innan skamms. í því hefti er ein stór skrá með á annað þúsund heimildum og heitir: "íslensk frímerkjasöfnun og póstsaga. Heimildaskrá" Önnur skrá er rétt ókomin út og heitir sú "Öldrunarmál á íslandi. Heimildaskrá". 1 þessum skrám er að finna allt það helsta sem skrifað hefur verið \im þessi mál á Islandi. Eru margar aðrar skrár í vinnslu en mislangt komnar. Má þar nefna Almanak íslenskra skálda þar sem tiltekinn er fæðingardagur og fæðingarstaður íslenskra skálda; Skrá um barnabóka- rithöfunda með æviágripi, ritaskrá og skrá um alla ritdóma um verk þeirra; Skrá um íslenskar skáldkonur; Skrár um einstaka byggðarlög; Leikritaskrá og fleiri. Hægt er að gerast áskrifandi að Lykli eða kaupa hvert rit fyrir sig. Dreifingu og sölu á þessu riti annast: Þjónustumiðstöð bókasafna, Austurströnd 12, 170 Seltjarnarnesi. Sími: (91) 612130. (SKH) 11

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/284

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.